Viðskipti erlent

Nauðungarsölur fasteigna ná til Beverly Hills

Niðursveiflan á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum hefur nú náð til ríkustu þegna landsins. Umtalsverð fjölgun hefur orðið á nauðungarsölum á stöðum eins og Beverly Hills og Malibu í Kaliforníu.

Hinir almennu borgarar í Kaliforníu hafa þó fundið mun harðar fyrir ástandinu því 63.000 fjölskyldur þar hafa misst heimili sín á nauðungarupboðum á síðustu þremur mánuðum.

Þetta samsvarar því að 700 fjölskyldur hafi misst heimili sín á hverjum einasta degi. Fjöldinn er sá mesti síðan farið var að skrá nauðungarsölur í ríkinu fyrir 15 árum síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×