Viðskipti erlent

Vilja skera niður tolla um 60%

Frá fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf. Mynd/ AFP.
Frá fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf. Mynd/ AFP.

Evrópusambandið býðst til þess að skera niður landbúnaðartolla um 60%. Um þetta er meðal annars rætt á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf. Þar eru nú fulltrúar 35 ríkja samankomnir.

Viðskiptaráðherra ESB, Peter Mandelson, hvetur jafnframt yfirvöld efnahagsmála í Brasilíu, Indlandi og Kína til þess að draga úr viðskiptahindrunum hjá sér. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna hét því einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum fyrir samningaviðræðurnar ef þróunarríki tækju virkan þátt. Þróunarríkin telja hins vegar að efnaðri ríki ætlist til of mikils af fátæku ríkjunum og eru treg til að ganga að samningaborði.

ESB hafði áður boðist til þess að skera niður landbúnaðartolla um 54%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×