Viðskipti erlent

Samkomulag um framtíð Nyhedsavisen í höfn

Blaðið Börsen segir frá því í dag að samkomulag hafi tekist milli Morten Lund og Stoðir Invest um framtíð Nyhedsavisen. Muni útgáfa blaðsins því halda áfram.

Samkvæmt samkomulaginu munu Stoðir Invest breyta hluta af rúmlega fjögurra milljarða króna skuldabréfi sínu í hlutafé fyrir nýja fjárfestingaraðila að blaðinu. Börsen segist ekki hafa upplýsingar um hve stóran hluta sé að ræða.

Jafnframt er þess getið að ársreikingur Nyhedsavisen verði lagður fram í dag. Viðskipta- og félagaskráning Danmerkur hafði hótað því að leysa félagið upp ef ársreikningurinn bærist ekki þeim í hendur í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×