Viðskipti erlent

Lausafjárkreppan ekki valdið jafnmiklum samdrætti eins og spáð var

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur lausafjárkreppuna í heiminum ekki hafa valdið jafn snarpri niðursveiflu og spáð var fyrir. Sjóðurinn telur að hagvöxtur í heiminum mun verða 4,1 prósent árið 2008 en spáin var í apríl 3,7 prósent. Það er þó enn minna en hinn 5 prósent hagvöxtur sem var 2007.

Getur þessi nýja spá linað áhyggjur þær sem margir hafa af því að langvarandi samdráttur muni vera í stærstu efnahagskerfum heimsins vegna húsnæðiserfiðleikanna í Bandaríkjunum og lausafjárkreppunnar.

Þrátt fyrir að spá sjóðsins sé nú betri og þá sérstaklega fyrir Bandaríkin og Bretland þá varaði sjóðurinn við að efnahagslífið í heiminum væri í erfiðari stöðu.

Samkvæmt nýjum útreikningum telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hagvöxtur verði 1,8 prósent árið 2008 í Bandaríkjunum og 1,9 prósent árið 2009. Í Bretlandi er talið að hagvöxturinn verði 2 prósent þetta árið en 2,5 prósent árið 2009.

Sjóðurinn taldi að verðbólga væri vaxandi vandamál og benti á að ríkistjórnir og bankar þyrftu að takast á við þau tvennu ólíku vandamál sem fælust í minni hagvexti og síðan ólgandi verðbólgu vegna mikillar hækkunnar olíuverðs og hærri matarverðs í heiminum.

Góðu fréttirnar væru þó að nútímaleg hagkerfi væru líklegast seigari en fyrst var haldið til þess að takast á við hækkandi verð neysluvara og væru betur í stakk búin að takast á við áföll frá fjármálaheiminum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×