Viðskipti erlent

Erlendir fjárfestar eiga þriðjung af hlutafé í Danmörku

Þriðjungshluti af félögum sem skráð eru í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú í eigu erlendra fjárfesta.

Þróunin hefur verið sú að danskir fjárfestar og lífeyrissjóðir hafa stöðugt minnkað eignahluti sína í dönskum félögum en erlendir fjárfestar hafa aukið eign sína á móti og eiga nú 32,5% af öllu hlutafé sem skráð er á markaðinum.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá danska seðlabankanum. Á aðeins tveimur árum hefur hlutfallið á eign erlendra fjárfesta í kauphöllinni aukist úr 23% og í tæp 33%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×