Viðskipti erlent

Nyhedsavisen öðlast framhaldslíf án Stoða

Hlutafé útgáfufélags hins danska Nyhedsavisen hefur verið aukið um 10 milljónir danskra króna, eftir því sem fram kemur á viðskiptavefnum business.dk. Þar með er eigið fé útgáfufélagsins orðið jákvætt.

Hlutafé félagsins var aukið úr 10 milljónum í 20 milljónir danskra króna með því að breyta skuldum í hlutafé. Business.dk segir að Stoðir Invest séu þar með ekki lengur hluthafi í félaginu.

Frestur, sem blaðið hafði til að skila inn ársreikningunum, rann út í gær en Morten Nissen Nielsen, forstjóri útgáfufélagsins, segir að búið sé að undirrita ársreikninginn og hann verði sendur inn hið fyrsta. Félagið fari því ekki í gjaldþrot.

Lars Bunch skrifstofustjóri Viðskipta- og félagaskráningarinnar í Danmörku hafði áður sagt í samtali við danska blaðið Börsen að útgáfa Nyhedsavisen yrði leyst upp um miðjan ágúst ef ársreikningnum yrði ekki skilað.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×