Viðskipti erlent

Stefnir í stærstu helgi Hollywood frá upphafi

Reiknað er með að nýja Batman-myndin The Dark Knight muni slá öll frumsýningarmet í dag er hún verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum.

Blaðið Variety segir að myndin ásamt myndinni Mamma Mia muni gera það að verkum að helgin sem nú fer í hönd verði sú stærsta í sögu Hollywood hvað aðsókn og tekjur varðar.

Fyrra helgarmetið var sett helgina 7.-9. júlí árið 2006 er tekjurnar námu rúmlega 218 milljónum dollara eða sem svarar rúmum 17 milljörðum kr. Þá helgi stóð myndin Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest fyrir rúmlega helming af þessum tekjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×