Viðskipti erlent

Dark Knight slær öll met

Heath Ledger fer með eitt aðalhlutverkið í Dark Knight. Hann svipti sig lífi á þessu ári.
Heath Ledger fer með eitt aðalhlutverkið í Dark Knight. Hann svipti sig lífi á þessu ári.

Þeir brosa út af eyrum hjá Warner Brothers í dag því þá var það staðfest það sem aðeins þeir bjartsýnustu höfðu þorað að vona.

Frumsýningarhelgi Dark Knight lauk með þvi að myndin sló met Spiderman 3 frá því í fyrra yfir aðsóknarmestu opnunarhelgi sögunnar.

Helgin skilaði 155.34 milljónum dollara í kassann hjá Warner en fyrra metið var 151.1.

Inn í þetta spilar reyndar að miðaverð hefur hækkað í Bandaríkjunum og því borguðu rétt aðeins fleiri inn á Spiderman í fyrra en á Dark Knight um þessa helgi.

Fyrir utan tekjurnar sem Warner tók inn í Bandaríkjunum bætast 40 milljónir dollara frá 20 löndum sem frumsýndu myndinu um helgina.

Þar af leiðandi hafa tekjurnar frá fyrstu sýningarhelginni þegar dekkað kostnaðinn við framleiðslu hennar, en hann var 185 milljónir dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×