Fleiri fréttir

Útgerðarfélag í kúabúskap

Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar.

Air Canada refsar Edmonton flugvelli vegna Icelandair

Air Canada sem hefur yfirburðarstöðu á flugmarkaðnum í Kanada hefur brugðist illa við ákvörðun Icelandair að fljúga til Edmonton í Alberta fylki. Félagið hefur tilkynnt að það ætli að leggja niður flug félagsins frá borginni til Lundúna.

Bundust samtökum um hagsmunagæslu

Lýður Guðmundsson og Sigurður Valtýsson mynduðu með sér "samtök um hagsmunagæslu þar sem hvor veitti öðrum af fé VÍS“, að því er segir í ákæru sérstaks saksóknara. Sigurður hafði hagsmuni af því að félagi svila hans væri bjargað.

Eldsneytisverð lækkar

Á ómönnuðum stöðvum er bensínlítrinn kominn niður í tæplega 243 krónur og hefur þar með lækkað um 22 krónur frá því í vor.

3,6% verðbólga

Vísitala neysluverðs í október var óbreytt frá fyrra mánuði og tólf mánaða verðbólga mældist 3,6 prósent.

Íslensk lagasetning fær uppáskrift ESB

Dómur Evrópudómstólsins í álitamáli sem tengist málarekstri Kepler Capital Markets og gamla Landsbankans fyrir hæstarétti í Frakklandi sýnir að rétt var staðið að lagasetningu hér. Kröfuhöfum er ekki stætt á að höfða mál í Evrópulöndum.

MP Banki fækkar starfsmönnum

Við breytingar á skipulagi MP Banka sem kynntar voru starfsmönnum í dag fækkar starfsmönnum fyrirtækisins um níu.

Landsvirkjun og Hagfræðistofnun í samstarf

Landsvirkjun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman í þeim tilgangi að efla rannsóknir sem snúa að viðskipta- og hagfræðilegum þáttum orkuvinnslu.

Kerecis hlýtur hvatningarverðlaun LÍÚ

Fyrirtækið Kerecis hlýtir hvatningarverðlaun LÍÚ árið 2013. Kerecis er framsækið nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði.

Segist ekki hafa tekið stöðu gegn krónunni

Hannes Frímann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, segist ekki hafa tekið stöðu gegn krónunni, eins og kom fram í veftímaritinu Kjarnanum í morgun.

Tveggja milljarða hagnaður hjá Högum

Hagar hf. kynntu í dag árshlutareikning fyrir annan ársfjórðung. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu nam um tæpum tveimur milljörðum króna.

Samningur við Kína gæti lækkað verð á fatnaði

Mestur hluti fatnaðar sem fluttur eru inn til Íslands er framleiddur í Asíu, en fluttur í gegnum Evrópusambandið, með fylgjand verndartolli. Þegar samningurinn tekur gildi gæti það breyst.

Tekjur sushi veitingastaða margfaldast

Félagið Tokyo veitingar sem rekur Tokyo sushi veitingastaðina, hagnaðist um um fjórar milljónir á árinu 2012. Árið 2011 tapaði félagið 38 milljónum króna en á milli áranna 2011 og 2012 margfölduðust tekjur félagsins.

Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni

Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings.

Gamma styrkir Sinfóníuna

Fjármálafyrirtækið GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Nígeríumenn draga úr innflutningi á þorskhausum

Stjórnvöld í Nígeríu ætla að hækka tolla og draga úr innflutningi af fiskafurðum um 25 prósent á ári næstu fjögur árin, en á þann markað voru fluttar íslenskar fiskafurðir fyrir 16 milljarða króna í fyrra og stefnir í álíka upphæð í ár.

Jör með kvenfatalínu og stefnir á erlendan markað

Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði.

Dregur úr hagnaði Marels

Hagnaður Marels á þriðja ársfjórðungi nam sex milljónum evra, eða um 996 milljónum íslenskra króna, samanborið við 8,4 milljóna evra hagnað árið 2012.

Össur hagnast um 1,6 milljarða króna

Hagnaður Össurar á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam þrettán milljónum Bandaríkjadala. Hagnaðurinn jókst um 28 prósentustig milli ára.

Opnar brátt vestra

Jón Stephenson von Tetzchner hefur sagt skilið við Opera Software og einbeitir sér að fjárfestingum og uppbyggingu frumkvöðlasetra. Hann valdi sér búsetu í Bandaríkjunum út frá flugtíma til Íslands.

Niðurfelling eykur á þenslu

Niðurfelling á húsnæðisskuldum einstaklinga getur haft veruleg þensluaukandi áhrif hvort sem um ræðir beina endurgreiðslu eða lækkun höfuðstóls, að mati sérfræðinga Seðlabankans.

Engar kröfur af hálfu Seðlabankans og stjórnvalda

Seðlabanki Íslands segir að engar kröfur hafi verið settar fram af hálfu bankans og stjórnvalda varðandi uppgjör í tengslum við slit Glitnis og Kaupþings, líkt og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.

Sjá næstu 50 fréttir