Viðskipti innlent

Sautján gengur vel - Svava fær 13,5 milljónir í arð

Svava Johansen
Svava Johansen mynd/stefán karlsson
Félagið Sautján ehf. skilaði tíu milljóna króna hagnaði í fyrra, eða 6,7% minni hagnaði en árið áður þegar hagnaðurinn var 16,7%. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Svava Johansen á allt hlutafé í Sautján ehf. og í ársreikningi félagsins er lagt til að félagið greiði henni 13,5 milljóna króna arð vegna afkomunnar árið áður.

Sautján ehf. á 46,4% hlut í NTC-samstæðunni sem á meðal annars verslunina Sautján. Hlutur Sautján ehf í NTC er metinn á 45 milljónir króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×