Viðskipti innlent

Fækkað um 40 stöðugildi hjá álverinu í Straumsvík

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Átta manns hefur verið sagt upp hjá álverinu í Straumsvík.
Átta manns hefur verið sagt upp hjá álverinu í Straumsvík.
„Við sögðum upp átta manns hjá Álverinu í Straumsvík í gær og í dag,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Ólafur Teitur segir ástæðu uppsagnanna vera taprekstur fyrirtækisins. Hann segir að reynt hafi verið að leggja áherslu á að ná sparnaði með öðrum leiðum en að segja upp fólki, en þetta sé lokaúrræði.

„Við erum að fækka stöðugildum um 40 en við þurftum bara að segja átta manns upp. Annað náist með mildari hætti svo sem að ráða ekki í nýjar stöður,“ segir Ólafur Teitur.

Ólafur segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar til hefðbundins rekstrar, eins og til kaupa á dýrum tækjum. Þannig hafi sparast tveir milljarðar. Einnig hafi verið dregið úr viðhaldi og þannig hafi sparast 800 milljónir til viðbótar. 

„Við reyndum að komast hjá þessu í lengstu lög en þetta var óumflýjanlegt,“ segir Ólafur Teitur um uppsagnirnar.

Hann segir tapreksturinn ekki snúa að sérstaka fjárfestingarverkefninu sem standi yfir hjá fyrirtækinu og sé upp á 60 milljarða. Eins og fram kom í viðtali við Rannveigu Rist í Markaðnum og á Vísi, ákvað Rio Tinto Alcan árið 2010 að fjárfesta í stærstu innlendu einkaframkvæmdinni frá hruni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×