Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni 24. október 2013 10:11 Fjallað er um þá Ingvar Vilhjálmsson, Hannes Frímann Hrólfsson, Steingrímur Páll Kárason. Einnig Þórarinn Sveinsson, en hann vantar á myndina. mynd/365 Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að stöðutaka Kaupþings og stærstu vildarviðskiptavina hans gegn krónunni hafi valdið falli hennar. Í Kjarnanum í dag kemur fram stöðutaka einstaka starfsmanna gegn krónunni hafi einnig gert það. Til dæmis hafi sumir starfsmenn selt hlutabréf í bankanum á sama tíma og verið var að hvetja viðskiptavini í eignastýringu eða í einkabankaþjónustu bankans til að kaupa slík bréf. Starfsmennirnir hafi hagnast um hundruð milljóna, sem sátu eftir á bankareikningum þeirra þegar bankahrunið felldi íslenska fjármálakerfið, að því er segir í Kjarnanum. Veftímaritið nefnir fjóra starfsmenn sem hafi tekið þátt í þessu. Þá Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hafi hagnast um hálfan milljarð króna, Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hagnaðist um hátt í 158 milljónir króna á stöðutökunni, Steingrím Pál Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar og Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóra eignastýringar og einkabankaþjónustu sem hagnaðist um hátt í hálfan milljarð króna. Í Kjarnanum kemur einnig fram að veftímaritið hafi leitað sér upplýsinga um hvort að verið væri að skoða viðskipti starfsmannanna fjögurra sem lögbrot. „Svo er ekki. Embætti sérstaks saksóknara kannaði það ítarlega fyrir nokkrum árum hvort stórar stöðutökur gegn krónunni væru glæpsamlegar. Á meðal þess sem var kannað var hvort hægt væri að flokka þær sem fjársvik, þar sem almenningur, sem þarf að lifa við hina föllnu krónu sem stöðutökurnar orsökuðu, væri sá sem hefði verið svikinn. Niðurstaða embættisins varð hins vegar sú að frelsi í gjaldmiðlaviðskiptum hefði einfaldlega verið það mikið á árunum fyrir hrun að líkast til væri ekkert ólöglegt fyrir stöðutökurnar,“ segir í Kjarnanum. Nánar má lesa um málið á Kjarninn.is. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að stöðutaka Kaupþings og stærstu vildarviðskiptavina hans gegn krónunni hafi valdið falli hennar. Í Kjarnanum í dag kemur fram stöðutaka einstaka starfsmanna gegn krónunni hafi einnig gert það. Til dæmis hafi sumir starfsmenn selt hlutabréf í bankanum á sama tíma og verið var að hvetja viðskiptavini í eignastýringu eða í einkabankaþjónustu bankans til að kaupa slík bréf. Starfsmennirnir hafi hagnast um hundruð milljóna, sem sátu eftir á bankareikningum þeirra þegar bankahrunið felldi íslenska fjármálakerfið, að því er segir í Kjarnanum. Veftímaritið nefnir fjóra starfsmenn sem hafi tekið þátt í þessu. Þá Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hafi hagnast um hálfan milljarð króna, Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem hagnaðist um hátt í 158 milljónir króna á stöðutökunni, Steingrím Pál Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar og Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóra eignastýringar og einkabankaþjónustu sem hagnaðist um hátt í hálfan milljarð króna. Í Kjarnanum kemur einnig fram að veftímaritið hafi leitað sér upplýsinga um hvort að verið væri að skoða viðskipti starfsmannanna fjögurra sem lögbrot. „Svo er ekki. Embætti sérstaks saksóknara kannaði það ítarlega fyrir nokkrum árum hvort stórar stöðutökur gegn krónunni væru glæpsamlegar. Á meðal þess sem var kannað var hvort hægt væri að flokka þær sem fjársvik, þar sem almenningur, sem þarf að lifa við hina föllnu krónu sem stöðutökurnar orsökuðu, væri sá sem hefði verið svikinn. Niðurstaða embættisins varð hins vegar sú að frelsi í gjaldmiðlaviðskiptum hefði einfaldlega verið það mikið á árunum fyrir hrun að líkast til væri ekkert ólöglegt fyrir stöðutökurnar,“ segir í Kjarnanum. Nánar má lesa um málið á Kjarninn.is.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira