Viðskipti innlent

Samningur við Kína gæti lækkað verð á fatnaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Mynd/Stefán Karlsson
Fríverslunarsamningurinn við Kína gæti lækkað fatakostnað Íslendinga. Mestur hluti fatnaðar sem fluttur eru inn til Íslands er framleiddur í Asíu, en fluttur í gegnum Evrópusambandið. Þegar samningurinn tekur gildi gæti það breyst. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag.

Íslensk yfirvöld leggja 15% toll á fatnað og ESB leggur þar að auki á verndartoll. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að þetta sé veruleiki sem íslenskir neytendur þurfi að búa við og að við búum við eitt hæsta virðisaukaskattstig í heimi.

Andrés segir ennfremur að þegar fríverslunarsamningurinn við Kína taki gildi verði mögulegt að flytja fatnað til landsins beint frá Asíu og losna við verndartoll ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×