Viðskipti innlent

Útgerðarfélag í kúabúskap

Gissur Sigurðsson skrifar
Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar.

Jörðin Flatey er liðlega tvö þúsund hektarar að stærð og að lang mestu leyti nýtanleg til heyframleilðslu, enda var þar upphaflega graskögglaverksmiðja.  Verksmiðjuhúsið upp á rúmlega 15 hundruð fermetra , sem hefur verið innréttað undri fjós,  er ekki nýtt nema að hluta til, og væri hægt að tvöfalda farmleiðsluna þar með fjölgun kúa og  auknum mjólkurkvóta upp í milljón lítra á ári.

LÍfsval, í eigu Landsbankans, er formlegur seljandi og einkahlutafélagið Selbakki, í eigu Sinneyjar-Þinganess, er formlegur kaupandi.  Kaupverð er ekki gefið upp, en heimildir herma að það sé á bilinu 400 til 500 milljónir króna fyrir jörðina og aðrar eignir þar, svo sem kýr, hús og vélar. Ekki náðist í talsmenn Skinneyjar -þinganess fyrir fréttir til að kanna áætlanir þeirra um landbúnaðarrekstur, en þeir sitja nú aðalfund útvegsmanna, þar sem rætt er um fisk.

Á jörðinni Flatey er síðasta kúabúið sem komst í hendur Landsbankans eftir hrun, þannig að kúabúskap bankans er nú lokið og nýverið lauk einnig sauðfjárbúskap bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×