Verð á mjólkurlítra hefur hækkað um tæp tvö þúsund prósent frá því tvö núll voru tekin af krónunni árið 1981. Þá kostaði mjólkulítrinn sex krónur en kostaði 122 krónur í lok síðasta árs samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Nýr 10 þúsund króna seðill fer í almenna notkun í dag. Frá myntbreytingu hefur verðgildi krónunnar rýrnað verulega. Árið 1981 kostaði einn bandaríkjadollar sex krónur en kostar 120 krónur í dag samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands.
Árið 1981 hefðu tíu þúsund krónur dugað til að kaupa tæplega 1.700 lítra af mjólk. Í dag er hægt að kaupa rétt rúmlega 80 lítra fyrir sömu upphæð.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kílóverð á kjúklingum rúmlega tífaldast á þessu tímabili og farið úr 68 krónum árið 1981 í 776 krónur. Verð á mjólkurosti hefur tuttugufaldast og farið úr 71 krónu í 1.394 krónur. Kíló af kaffi kostaði 51 krónu við myntbreytingu en kostar nú 1.859 krónur.
Til frekari samanburðar má nefna að meðallaun verkamanna árið 1981 voru 5.295 krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands. Meðallaun verkafólks árið 2012 voru 373 þúsund krónur samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Mjólkurlítrinn hækkað um tvö þúsund prósent frá myntbreytingu

Mest lesið

Skiptum á Kaupþingi endanlega lokið
Viðskipti innlent


Breyta merkinu án ótta við hæðni netverja
Viðskipti innlent


Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni
Viðskipti erlent




Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda
Viðskipti erlent

Apple blandar veruleikum
Viðskipti erlent