Viðskipti innlent

Bein út­sending: Fast­eigna­mat 2026 kynnt

Atli Ísleifsson skrifar
Á fundinum mun HMS fara yfir helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati eftir tegundum fasteigna og mismunandi matssvæðum landsins.
Á fundinum mun HMS fara yfir helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati eftir tegundum fasteigna og mismunandi matssvæðum landsins. Vísir/Arnar

Helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati fyrir árið 2026 verða kynntar á opnum fundi sem fram fer klukkan 10. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga, en einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð.

HMS endurmetur lögum samkvæmt skráð matsverð allra fasteigna á Íslandi árlega og kynnir niðurstöðurnar fyrir öllum sveitarfélögum og eigendum fasteigna. Fyrirhugað fasteignamat mun taka gildi þann 31. desember á þessu ári og verður það notað til að reikna út fasteignagjöld fyrir árið 2026. Þegar fasteignamat verður tilbúið mun það vera aðgengilegt í fasteignaleit HMS.

„Á fundinum þann 28. maí mun HMS fara yfir helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati eftir tegundum fasteigna og mismunandi matssvæðum landsins. HMS mun einnig fara yfir áhrifaþætti fasteignamats og fyrirhugaðar breytingar á fasteignamati.

Örn Valdimarsson sviðsstjóri ráðgjafarsviðs hjá PwC mun einnig fara yfir nýlega skýrslu sem unnin var fyrir HMS um fyrirkomulag fasteignamats og álagningu fasteignagjalda í alþjóðlegum samanburði. Sömuleiðis mun Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar fara yfir tækifæri og áskoranir sveitarfélaga tengdri álagningu fasteignagjalda,“ segir í tilkynningu á vef HMS.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn hefst klukkan 10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×