Viðskipti innlent

Ein áhrifamesta kona heims heimsækir Ölgerðina

Indra Nooyi forstjóri PepsiCo.
Indra Nooyi forstjóri PepsiCo.
Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo og ein af áhrifamestu konum heims, kemur til Íslands í næstu viku í tilefni af 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. Nooyi hóf störf hjá Pepsi árið 1994 og varð forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins árið 2006.

Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að Nooyi sé væntanleg hingað til lands þann 1. nóvember næstkomandi.

Nooyi fæddist árið 1955 í Chennai á austurströnd Indlands, þar sem hún lauk grunnnámi og tók B.S. gráðu í stærð- og efnafræði frá Madras Christan College árið 1974. Þaðan lá leið hennar í Indian Institute of Management árið 1976. Eftir að námi hennar lauk tók hún til starfa sem vörustjóri hjá Johnson&Johnson á Indlandi.

Þaðan flutti hún til New Haven í Bandaríkjunum, þá 23 ára, eftir að hafa fengið inngöngu í Yale School of Management 1978. Þaðan útskrifaðist hún með MS í Public and Private Management. Árið 1980 réði Nooyi sig til Boston Consulting Group þar sem hún sinnti ráðgjafastörfum auk þess að starfa fyrir Motorola. Nooyi hóf hins vegar störf fyrir PepsiCo árið 1994 og varð forstjóri og stjórnarformaður árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×