Viðskipti innlent

Spá 28 prósent hækkun á hlutabréfamarkaði 2014

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslandsbanki spáir áframhaldandi hækkun hlutabréfaverðs á þessu ári og því næsta. Í erlendum samanburði eru mörg félög í Kauphöllinni eru þó yfirverðlögð. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag.

Spá Íslandsbanka var kynnt á morgunverðarfundi ætluðum fjárfestum síðastliðin mánudag en hún var unnin af Greiningu Íslandsbanka. Notast deildin við eigin vísitölu hlutabréfaverðs, sem heldur inni þeim félögum sem hafa samtals í það minsnta 90% af veltu síðastliðna þrjá mánuði á markaði.

Á þessu ári hefur vísitalan hækkað um 21% sem er nokkuð umfarm 7,5% hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Spá bankans gerir ráð fyrir að vísitalan hækki um 28% á þessu ári og 21% árið 2014. Þrátt fyrir að séu félög í Kauphöllinni borin saman við sambærileg erlend félög yfirverðlögð að Eimskipum og Vodafone undanskildum.

Nokkrir þættir eru nefndir sem styðja við spánna og má þar nefna fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna sem er talin nema um 170 milljörðum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að 10% af þeirri upphæð fari á hlutabréfamarkað. Þó gæti hlutfallið verið hærra þar sem aðrir fjárfestingarkostir fyrir lífeyrissjóðina eru takmarkaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×