Viðskipti innlent

Baggalútur ehf. hagnaðist um 5,2 milljónir árið 2012

Samúel Karl Ólason skrifar
Hljómsveitin Baggalútur.
Hljómsveitin Baggalútur. Mynd/Anton Brink
Félagið Baggalútur ehf. skilaði 5,2 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Árið áður var 400.000 króna tap á rekstrinum. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag.

Nýr hluthafi bættist í hóp hluthafa Baggalúts ehf. á síðasta ári. Þá eru hluthafarnir orðnir sjö, hver með 14% eignahlut. Nýi hluthafinn er Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari hljómsveitarinnar Hjálma.

Önnur breyting sem hefur átt sér stað er að Bragi Valdimar Skúlason er eini stjórnarformaðurinn en allir hluthafarnir sjö sitja í stjórn félagsins. Ekki er hægt að sjá heildarveltu félagsins, því reikningur félagsins er samandreginn en rekstrarhagnaður í fyrra var 6,1 milljón króna, en 1,2 milljóna rekstrartap varð árið 2011.

Eigið fé í árslok 2012 var 26,3 milljónir króna og þar af handbært fé og markaðsverðbréf 16,2 milljónir króna. Skuldir voru 10,5 milljónir og eigið fé því um 15,7 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×