Viðskipti innlent

TVG-Zimsen eykur umsvif sín á Grænlandi

TVG-Zimsen hefur skrifað undir samstarfssamning við flutningsmiðlunina Royal Arctic Logistics á Grænlandi sem er dótturfyrirtæki Royal Arctic Line og er með höfuðstöðvar í Nuuk. Með þessum samstarfsamningi mun TVG-Zimsen auka umsvif sín verulega á Grænlandi.

„Við erum mjög ánægð og stolt taka þessi skref á Grænlandi. Það eru afar spennandi tækifæri framundan þar. Við teljum að samstarf okkar við Royal Arctic Logistics, sem er afar öflugt á grænlenskum markaði, muni hjálpa okkur að gera hlutverk Íslands veigamikið í þeim flutningalausnum sem Grænland þarf á að halda í framtíðinni,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.

Stór kaupstefna stendur nú yfir í Nuuk og eru fulltrúar frá um 50 íslenskum fyrirtækjum staddir í grænlenska höfuðstaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×