Viðskipti innlent

Já græddi 256 milljónir króna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Auk þjónustu á netinu og í síma annast Já útgáfu Símaskrárinnar.
Auk þjónustu á netinu og í síma annast Já útgáfu Símaskrárinnar. Fréttablaðið/Anton
Hagnaður Já Upplýsingaveitna hf. nam 256,5 milljónum króna á síðasta rekstrarári samkvæmt ársreikningi.

Fyrirtækið heldur utan um símanúmer á netinu, en í skýrslu stjórnar er það sagt sjá um „rekstur fjölmargra upplýsingalausna sem einfalda fólki lífið“.

Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði 250 milljóna króna arður vegna ársins 2012.

Eignir félagsins í lok síðasta árs námu 843 milljónum og eigið fé nam 631 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×