Segja að mikilvægi skapandi greina sé oft vanmetið Haraldur Guðmundsson skrifar 23. október 2013 07:00 Skapandi greinar eins og bókaútgáfa, myndlist og kvikmyndagerð vilja oft gleymast þegar talað er um arðvænar og mikilvægar atvinnugreinar í íslenska hagkerfinu. Í maí 2011 var kynnt skýrsla sem unnin var af stjórnvöldum og samráðsvettvangi skapandi greina um efnahagsleg áhrif greinanna. Samkvæmt henni var heildarvelta þeirra um 190 milljarðar króna árið 2009. Sama ár voru útflutningstekjur greinanna um 24 milljarðar króna, eða um þrjú prósent af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segja Íslendinga oft eiga erfitt með að skilja mikilvægi skapandi greina og að boðaður niðurskurður í opinberum fjárveitingum til greinanna hafi komið þeim í opna skjöldu.Greinarnar orðnar sýnilegri „Þetta eru greinar sem hafa verið mjög áberandi á síðustu fimm árum eða frá efnahagshruninu. Þá fórum við Íslendingar að fara oftar í leikhús, á tónleika og að sjá íslenskar kvikmyndir. Þess vegna er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að greinarnar eru mjög mikilvægar fyrir verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi til lengri tíma,“ segir Halla. Hún og Laufey benda á að smærri fyrirtæki eins og leikhópurinn Vesturport og kvikmyndaframleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, Sögn, hafi að undanförnu aukið umsvif sín, bæði hér á landi og erlendis. „Ég held að fáir hefðu trúað því fyrir tíu árum að íslensk leiklist gæti orðið að útflutningsvöru eins og hefur gerst í tilviki Vesturports,“ segir Laufey. „Svo eru einnig önnur fyrirtæki úr skapandi greinum sem eru orðin stór og vaxandi fyrirtæki,“ segir Halla og nefnir sem dæmi Sagafilm, CCP og Íslensku auglýsingastofuna. „Hér á landi eru einnig mörg stór fyrirtæki, eins og stoðtækjaframleiðandinn Össur, sem treysta á framlag hönnuða og þeirra listrænu sýn og forystu,“ bætir Laufey við.Aðlaðandi fyrir ungt fólk „Skapandi greinar þykja aðlaðandi fyrir ungt fólk og í Evrópu og öðrum heimsálfum vita menn að þetta eru vaxandi greinar og fjárfesta í þeim sem slíkum. Þessar greinar hafa mikið að segja varðandi ferðamennsku og það er margir hér á landi sem mennta sig innan þeirra. Því þurfum við að tryggja að þetta fólk fái góð störf og geti í framtíðinni nýst okkar samfélagi,“ segir Halla. Hún bætir því við að sér þyki Íslendingar oft eiga erfitt með að skilja mikilvægi skapandi greina. „Við skiljum byggingalist, bókaútgáfu og vægi kvikmyndagerðar en þegar kemur að greinum eins og vöruhönnun eða fatahönnun þá eru það miklu yngri og ómótaðri greinar hér á landi.“ Þegar tal berst að einstökum greinum sem hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum upp á síðkastið nefnir Halla að íslensk kvikmyndagerð sé gott dæmi um mikla grósku innan skapandi greina. „Kvikmyndagerð sameinar flestar greinarnar því þar eru innanborðs rithöfundar, leikarar, búningahönnuðir og aðrir. Fyrir nokkrum árum tóku þáverandi stjórnvöld ákvörðun um að fjárfesta í Kvikmyndasjóði og í kjölfarið vorum við komin með öflugan bransa sem veitir erlendum fyrirtækjum þjónustu,“ segir Halla. „Íslensk kvikmyndagerð byggði grunninn sem var nauðsynlegur til að hingað gætu komið erlend stórfyrirtæki. Í öðrum greinum eins og fatahönnun er þessi grunnur enn í mótun og því er svo mikilvægt að þessar greinar fái áframhaldandi fjármagn frá hinu opinbera,“ segir Laufey.Segja niðurskurðinn mikið högg „Þessar greinar urðu sterkari og sýnilegri á erfiðum tímum og því finnst mér skjóta skökku við að nú þegar farið er að sjást í land eigi að fara í niðurskurð á framlagi ríkisins til þessara greina,“ segir Halla og vísar í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir töluverðum niðurskurði í opinberum fjárveitingum til skapandi greina, þar á meðal til kvikmyndagerðar og myndlistar. „Með þessum niðurskurði er hætta á að sú gerjun sem hefur átt sér stað hér á síðustu árum falli niður og þá verðmætasköpunin sem henni fylgir,“ segir Laufey. Halla og Laufey segja tvær síðustu ríkisstjórnir hafa lagt aukna áherslu á að treysta grundvöll skapandi greina. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lagði á síðasta ári fram fjárfestingaráætlun sem átti meðal annars að leggja áherslu á uppbyggingu ákveðinna verkefnasjóða innan skapandi greina. Áætlunin átti að vera fjármögnuð með veiðileyfagjöldum og arðgreiðslum af eignarhluta ríkisins í viðskiptabönkum eða sölu á þeim eignarhlutum. „Fyrri ríkisstjórn ákvað að fjárfesta í skapandi greinum til að flýta fyrir framþróun innan þessara greina. Núverandi ríkisstjórn strikar þessa fjárfestingaráætlun út. Við teljum að málið sé ekki svona einfalt og að það þurfi að skoða ávinninginn af þessum greinum og samhengið þar í kring. Því trúum við því að stjórnvöld endurskoði þessa ákvörðun,“ segir Halla.Útflutningur á okkar menningu Halla og Laufey segja einnig að menningarlegur og samfélagslegur ávinningur skapandi greina eigi til með að gleymast. „Ísland er meðal annars komið á kortið vegna þessara greina. Bókmenntirnar eru orðin alvöru útflutningsvara og bækur rithöfunda eins og Guðbergs Bergssonar og Hallgríms Helgasonar eru seldar í bókabúðum víðs vegar um heim. Þetta er útflutningur á okkar menningu og lífsgildum og hann smitar út frá sér og á stóran þátt í því að ferðamenn koma hingað,“ segir Laufey. „Vöxtur skapandi greina er langhlaup. Allir stjórnmálaflokkarnir töluðu um skapandi greinar í kosningabaráttunni en í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum síðan talaði enginn um þær,“ segir Halla. „Ég held að íslenskir listamenn og menningarlífið hér hafi algjörlega staðist áskoranir síðustu ára og það sést best á aukinni umfjöllun út á við,“ segir Laufey að lokum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Skapandi greinar eins og bókaútgáfa, myndlist og kvikmyndagerð vilja oft gleymast þegar talað er um arðvænar og mikilvægar atvinnugreinar í íslenska hagkerfinu. Í maí 2011 var kynnt skýrsla sem unnin var af stjórnvöldum og samráðsvettvangi skapandi greina um efnahagsleg áhrif greinanna. Samkvæmt henni var heildarvelta þeirra um 190 milljarðar króna árið 2009. Sama ár voru útflutningstekjur greinanna um 24 milljarðar króna, eða um þrjú prósent af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segja Íslendinga oft eiga erfitt með að skilja mikilvægi skapandi greina og að boðaður niðurskurður í opinberum fjárveitingum til greinanna hafi komið þeim í opna skjöldu.Greinarnar orðnar sýnilegri „Þetta eru greinar sem hafa verið mjög áberandi á síðustu fimm árum eða frá efnahagshruninu. Þá fórum við Íslendingar að fara oftar í leikhús, á tónleika og að sjá íslenskar kvikmyndir. Þess vegna er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að greinarnar eru mjög mikilvægar fyrir verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi til lengri tíma,“ segir Halla. Hún og Laufey benda á að smærri fyrirtæki eins og leikhópurinn Vesturport og kvikmyndaframleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, Sögn, hafi að undanförnu aukið umsvif sín, bæði hér á landi og erlendis. „Ég held að fáir hefðu trúað því fyrir tíu árum að íslensk leiklist gæti orðið að útflutningsvöru eins og hefur gerst í tilviki Vesturports,“ segir Laufey. „Svo eru einnig önnur fyrirtæki úr skapandi greinum sem eru orðin stór og vaxandi fyrirtæki,“ segir Halla og nefnir sem dæmi Sagafilm, CCP og Íslensku auglýsingastofuna. „Hér á landi eru einnig mörg stór fyrirtæki, eins og stoðtækjaframleiðandinn Össur, sem treysta á framlag hönnuða og þeirra listrænu sýn og forystu,“ bætir Laufey við.Aðlaðandi fyrir ungt fólk „Skapandi greinar þykja aðlaðandi fyrir ungt fólk og í Evrópu og öðrum heimsálfum vita menn að þetta eru vaxandi greinar og fjárfesta í þeim sem slíkum. Þessar greinar hafa mikið að segja varðandi ferðamennsku og það er margir hér á landi sem mennta sig innan þeirra. Því þurfum við að tryggja að þetta fólk fái góð störf og geti í framtíðinni nýst okkar samfélagi,“ segir Halla. Hún bætir því við að sér þyki Íslendingar oft eiga erfitt með að skilja mikilvægi skapandi greina. „Við skiljum byggingalist, bókaútgáfu og vægi kvikmyndagerðar en þegar kemur að greinum eins og vöruhönnun eða fatahönnun þá eru það miklu yngri og ómótaðri greinar hér á landi.“ Þegar tal berst að einstökum greinum sem hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum upp á síðkastið nefnir Halla að íslensk kvikmyndagerð sé gott dæmi um mikla grósku innan skapandi greina. „Kvikmyndagerð sameinar flestar greinarnar því þar eru innanborðs rithöfundar, leikarar, búningahönnuðir og aðrir. Fyrir nokkrum árum tóku þáverandi stjórnvöld ákvörðun um að fjárfesta í Kvikmyndasjóði og í kjölfarið vorum við komin með öflugan bransa sem veitir erlendum fyrirtækjum þjónustu,“ segir Halla. „Íslensk kvikmyndagerð byggði grunninn sem var nauðsynlegur til að hingað gætu komið erlend stórfyrirtæki. Í öðrum greinum eins og fatahönnun er þessi grunnur enn í mótun og því er svo mikilvægt að þessar greinar fái áframhaldandi fjármagn frá hinu opinbera,“ segir Laufey.Segja niðurskurðinn mikið högg „Þessar greinar urðu sterkari og sýnilegri á erfiðum tímum og því finnst mér skjóta skökku við að nú þegar farið er að sjást í land eigi að fara í niðurskurð á framlagi ríkisins til þessara greina,“ segir Halla og vísar í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir töluverðum niðurskurði í opinberum fjárveitingum til skapandi greina, þar á meðal til kvikmyndagerðar og myndlistar. „Með þessum niðurskurði er hætta á að sú gerjun sem hefur átt sér stað hér á síðustu árum falli niður og þá verðmætasköpunin sem henni fylgir,“ segir Laufey. Halla og Laufey segja tvær síðustu ríkisstjórnir hafa lagt aukna áherslu á að treysta grundvöll skapandi greina. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lagði á síðasta ári fram fjárfestingaráætlun sem átti meðal annars að leggja áherslu á uppbyggingu ákveðinna verkefnasjóða innan skapandi greina. Áætlunin átti að vera fjármögnuð með veiðileyfagjöldum og arðgreiðslum af eignarhluta ríkisins í viðskiptabönkum eða sölu á þeim eignarhlutum. „Fyrri ríkisstjórn ákvað að fjárfesta í skapandi greinum til að flýta fyrir framþróun innan þessara greina. Núverandi ríkisstjórn strikar þessa fjárfestingaráætlun út. Við teljum að málið sé ekki svona einfalt og að það þurfi að skoða ávinninginn af þessum greinum og samhengið þar í kring. Því trúum við því að stjórnvöld endurskoði þessa ákvörðun,“ segir Halla.Útflutningur á okkar menningu Halla og Laufey segja einnig að menningarlegur og samfélagslegur ávinningur skapandi greina eigi til með að gleymast. „Ísland er meðal annars komið á kortið vegna þessara greina. Bókmenntirnar eru orðin alvöru útflutningsvara og bækur rithöfunda eins og Guðbergs Bergssonar og Hallgríms Helgasonar eru seldar í bókabúðum víðs vegar um heim. Þetta er útflutningur á okkar menningu og lífsgildum og hann smitar út frá sér og á stóran þátt í því að ferðamenn koma hingað,“ segir Laufey. „Vöxtur skapandi greina er langhlaup. Allir stjórnmálaflokkarnir töluðu um skapandi greinar í kosningabaráttunni en í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum síðan talaði enginn um þær,“ segir Halla. „Ég held að íslenskir listamenn og menningarlífið hér hafi algjörlega staðist áskoranir síðustu ára og það sést best á aukinni umfjöllun út á við,“ segir Laufey að lokum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira