Fleiri fréttir

Ríkið þarf að endurheimta aðstoð frá Verne

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að biðja íslenska ríkið um að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá Verne gagnaveri. Jafnframt var komist að niðurstöðu um að orkukaupasamningur og lóðaleigusamningur Verne við Landsvirkjun fælu ekki í sér ríkisaðstoð.

Thor Data Center tapaði 180 milljónum

Thor Data Center, sem á og rekur gagnaver í Hafnarfirði, tapaði 180,2 milljónum króna í fyrra. Það er heldur meira en fyrirtækið tapaði á árinu 2010 þegar tapið nam 145,9 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi Thor Data Center sem skilað var inn til ársreikningaskráar í lok maí síðastliðins.

Seðlabanki þarf ekki að upplýsa um virðið

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni Markaðarins um upplýsingar um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska banka FIH var um síðustu áramót.

Í pínulítilli útrás með Rollersigns

Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás.

Greiddi Deutsche Bank 35 milljarða

Pera ehf., dótturfélag Lýsingar, endurgreiddi þýska bankarisanum Deutsche Bank 35 milljarða króna af skuld sinni við hann um miðjan mars síðastliðinn. Engin ný lán voru tekin vegna greiðslunnar að sögn Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, stjórnarformanns Lýsingar.

Draga þarf úr halla lífeyrissjóðakerfisins

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er öflugt en glímir þó við ákveðna veikleika. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins (FME) sem kynnti samantekt á stöðu lífeyrissjóðanna fyrir fjölmiðlum á skrifstofu sinni í turninum við Höfðatorg í gær. Þá hvetur FME til þess að dregið verði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur.

Gríðarleg tækifæri framundan

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Mannvit átti mjög gott rekstrarár á síðasta ári. Velta fyrirtækisins var 8,7 milljarðar króna og hagnaður þess fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta 1,1 milljarður króna. Hagnaður þess var 751 milljón króna.

Arion banki selur dótturfélag Fram Foods

Fram Foods, sem er í eigu Eignabjargs, hefur í dag selt dótturfélag sitt Boyfood Oy í Finnlandi til finnska félagsins Felix Abba Oy. Í fyrra námu tekjur Boyfood um 18 milljónum evra en hjá félaginu starfa um 56 manns. Heildarvirði viðskiptanna nemur 9,6 milljónum evra eða rúmlega 1,5 milljarði kr.

Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða í fyrra

Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn.

Vöruskiptin hagstæð um 4,8 milljarða í júní

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní s.l. nam útflutningur 51,9 milljörðum króna og innflutningur 47,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 4,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Hagnaður 365 var 250 milljónir

Rekstur 365 miðla ehf. skilaði hagnaði fyrir árið 2011 sem nemur 250 milljónum króna, eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir rekstur ársins ásættanlegan í ljósi efnahagsumhverfis. 365 miðlar gefa út Fréttablaðið ásamt því að starfrækja Stöð 2, Vísi.is, Bylgjuna og fleiri fjölmiðla.

FME: Neikvæð staða lífeyrissjóða nemur 700 milljörðum

Neikvæð staða lífeyrissjóðakerfisins miðað við skuldbindingar í framtíðinni nemur nærri 700 milljörðum króna. Sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir að úrbóta sé þörf, en að miklu leyti snúi þær að stjórnmálamönnum.

Reginn hækkar um 1,83 prósent

Gengi bréfa í fasteignafélaginu Regin, sem tekin voru til viðskipta í Kauphöll Íslands í gær, hækkaði um 1,83 prósent í viðskiptum dagins og er gengið nú 8,35. Upphafsgengið í gær var 8,2.

Arnar hættur sem stjórnarformaður LL

Gunnar Baldvinsson er nýkjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða en hann hefur átt sæti í stjórn samtakanna frá árinu 2005. Hann tók við af Arnari Sigurmundssyni sem gegnt hefur formennsku samtakanna undanfarin sex ár.

Lánshæfismat Íslands stendur í stað meðan önnur ríki lækka

Á meðan lánshæfismat margra ríkja Evrópu fer hríðlækkandi stendur lánshæfismat Íslands í stað hjá matsfyrirtækjunum. Sérfræðingur Moody's sagði í viðtali við Reuters í síðustu viku að breytingar á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs væri ekki í kortunum.

Makríldeilan þarf að leysast á þessu ári

Sjávarútvegsmálastjóri Evrópusambandsins segir það mikilvægt að leysa makríldeiluna á þessu ári. Deilan hafi staðið í þrjú ár og aðildarríkin hafi ekki efni á því fjórða. Það muni koma niður á stofninum.

N1 býður starfsmönnum Hyrnunnar aftur vinnu

Olíufyrirtækið N1 ætlar að reka veitingastað og vegasjoppu í Hyrnunni þar sem Samkaup voru áður. Starfsmönnum Hyrnunnar sem sagt var upp störfum í síðustu viku verður boðin vinna á veitingastað N1, að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1.

Íslendingar ekki verið bjartsýnni í mörg ár

Íslendingar eru bjartsýnni en þeir hafa verið frá því fyrir hrun. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka í dag þar sem fjallað er um nýbirta væntingavísitölu Gallup.

Verslun Jóhannesar opnar 28. júlí

Iceland, verslun Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, mun opna þann 28. júlí næstkomandi í Engihjalla í Kópavogi. Að auki verður opnuð netverslun. Jóhannes segir að undirbúningur verslunarinnar gangi vel. Netverslunin mun ganga þannig fyrir sig að fólk pantar vörur á Netinu og fær þær svo sendar heim. "Þar ætla ég að vera með vörur í þyngra lagi sem fók getur pantað og fengið sendar,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi.

Umboðsmaður skuldara dregur saman seglin

Frá og með 1. september mun fækka í starfsliði umboðsmanns skuldara. Aftur mun fækka í starfsliðinu árið 2013. Umboðsmaður skuldara er því að draga saman seglin og ástæðan er sú að mun færri umsóknir um greiðsluaðlögun berast embættinu.

Segir alrangt að almenningur niðurgreiði gagnaver

Ómar Benediktsson, forstjóri Farice ehf., hafnar því með öllu að almenningur niðurgreiði þjónustu Farice við gagnaver. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði aftur á móti aðspurður í samtali við Vísi í dag líta svo á að svo væri.

Reginn stóð í stað - Bréf Össurar féllu um 2,33 prósent

Gengi bréfa Regins, á fyrsta viðskiptadegi félagsins á markai, stóð í stað í dag og var gengið 8,2 í lok dags, sem var skráningargengið. Velta með bréfin nam tæplega 40 milljónum. Gengi bréfa í Högum lækkaði um 1,08 prósent og er nú 18,3. Þá hækkaði gengi bréfa Marels um 0,99 prósent og er nú 153,5. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 1,21 prósent og er nú 6,69.

Evrukreppa gæti seinkað afnámi gjaldeyrishafta

Áhrif sem kreppa í Evrópu myndi hafa á Ísland eru óljós. Hún gæti haft neikvæð áhrif á innlendan hagvöxt og frestað eitthvað afnámi gjaldeyrishafta. Litlar líkur eru aftur á móti á alvarlegum fjármálalegum óstöðugleika. Því valda vel fjármagnaðir viðskiptabankar, gjaldeyrishöft, mikiill gjaldeyrisforði og lenging lána ríkissjóðs.

Tíu starfsmönnum Hyrnunnar í Borgarnesi sagt upp

Tíu starfsmenn Samkaupa í Hyrnunni í Borgarnesi fengu uppsagnarbréf í síðustu viku. Frá þessu er greint á vefsíðu Skessuhorns. Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa sem rekið hefur Hyrnuna, segir að þetta sé gert vegna þess að leigusamningur Samkaupa við húseigendur, N1, er að renna út um næstu áramót.

"Ríkið að láta almenning niðurgreiða gagnaver“

Í rauninni er ríkið að láta almenning niðurgreiða gagnaver á Íslandi með því að Farice ehf. fari fram á nær þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni við símafyrirtækin. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna aðspurður um málið. „Það er alveg ljóst."

Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur

Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október.

Reginn formlega á markað

Viðskipti hófust með hlutabréf í fasteignafélaginu Reginn í dag. Reginn flokkast sem lítið félag nnan fjármálageirans. Það er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu 2012 en fyrsta félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland á þessu ári.

Toyota komið í ný húsakynni

Toyota afhenti fyrsta bílinn í nýjum höfuðstöðvum í Kauptúni 6 í Garðabæ í morgun. Björn Friðrik Svavarsson tók við lyklunum af nýjum Yaris Hybrid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi.

Viðskipti hefjast með hlutabréf Regins

Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Regins hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Reginn, sem er flokkað sem lítið félag innan fjármálageirans er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu og það fyrsta sem skráð er á OMX Iceland á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir