Viðskipti innlent

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Ekkert lát er á sölu íbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt helsti sumarleyfatími landsmanna sé genginn í garð.

Þannig var þinglýst 120 kaupsamningum um íbúðir í síðustu viku og eru það 14 fleiri samningar en nemur meðaltalinu á viku síðustu þrjá mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Þar segir að heildarveltan hafi numið rúmlega 4 milljörðum króna í vikunni. Veltan hefur hinsvegar verið 3,2 milljarðar kr. á viku undanfarna þrjá mánuði. Meðalupphæð á samning nam 34 milljónum kr. sem er tæplega 4 milljónum kr. hærri upphæð en meðaltalið á viku síðustu þrjá mánuði.

Af þessum 120 samningum voru 91 um eignir í fjölbýli, 21 um eignir í sérbýli og 8 samningar voru um annarskonar eignir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.