Viðskipti innlent

FME samþykkir samruna Arion banka og Verdis

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt samruna Arion banka við fjármálaþjónustufyrirtækið Verdis hf.

Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir að stjórn Verdis hafi samþykkt samrunan fyrir sitt leyti á fundi fyrir helgina og gildir hann því frá og með 29. júní s.l.

Réttindum og skyldum Verdis telst reikningslega lokið frá 1. janúar s.l. og frá þeim degi tekur Arion banki við öllum réttindum og skyldum vegna Verdis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×