Viðskipti innlent

Íslendingar ekki verið bjartsýnni í mörg ár

BBI skrifar
Íslendingar eru bjartsýnni en þeir hafa verið frá því fyrir hrun. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka í dag þar sem fjallað er um nýbirta væntingavísitölu Gallup.

„Svo virðist sem þoka eftirhrunsáranna sé nú loksins að lyftast af landanum," segir í greiningu bankans. Það er ýmislegt sem gæti átt þátt í að létta lund landans. Krónan hefur styrkst, verðbólgan er að hjaðna, atvinnuleysi að minnka, störfum að fjölga og kaupmáttur fer vaxandi.

Vísitalan er 79,9 stig fyrir júní mánuð, sem er hæsta gildi vísitölunnar síðan í maí 2008. Vísitalan hækkaði um 6,6 stig frá því í maí. Hún er 14,5 stigum hærri en á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×