Viðskipti innlent

Toyota komið í ný húsakynni

JHH skrifar
Á myndinni eru frá vinstri Björn Friðrik Svavarsson, Úlfar Steindórsson, Haraldur Þór Stefánsson, Kristinn J. Einarsson og Gunnar Þór Eggertsson.
Á myndinni eru frá vinstri Björn Friðrik Svavarsson, Úlfar Steindórsson, Haraldur Þór Stefánsson, Kristinn J. Einarsson og Gunnar Þór Eggertsson.
Toyota afhenti fyrsta bílinn í nýjum höfuðstöðvum í Kauptúni 6 í Garðabæ í morgun. Björn Friðrik Svavarsson tók við lyklunum af nýjum Yaris Hybrid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi.

Toyota hefur nú flutt alla starfsemi sína frá Kópavogi í Kauptún 6 í Garðabæ, við hliðina á Ikea. Með flutningnum er stigið stórt skref í átt að enn betri þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins því nú verður alla starfsemi þess að finna undir einu þaki.

Í Kauptúni verður sala á nýjum og notuðum Toyota- og Lexusbifreiðum, auka- og varahlutaverslun, bílaverkstæði, málningar- og réttingaverkstæði, bílaþvottur og hraðþjónusta sem sinnir smurþjónustu og þjónustuskoðunum auk annarrar starfsemi sem tilheyrir þjónustu fyrirtækisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×