Viðskipti innlent

Umboðsmaður skuldara dregur saman seglin

BBI skrifar
Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.
Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.
Frá og með 1. september mun fækka í starfsliði umboðsmanns skuldara. Aftur mun fækka í starfsliðinu árið 2013. Umboðsmaður skuldara er því að draga saman seglin og ástæðan er sú að mun færri umsóknir um greiðsluaðlögun berast embættinu.

„Þetta er bara samkvæmt því sem rekstraráætlun gerði ráð fyrir," segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara.

Umsóknir um greiðsluaðlögun voru í fyrra um 200 á mánuði en eru í ár um 50. Vinna við þær umsóknir sem þegar hafa borist er að mestu lokið. Því er tímabært að draga saman enda hefur helsta verkefni embættisins verið greiðsluaðlögunarmál.

Embættið tók einnig þátt í samstarfi lánveitenda og fulltrúa lántakenda um úrvinnslu gengistryggðra lána. Því samstarfi lauk í síðustu viku með því að ellefu prófmál voru valin til að leggja fyrir dómstóla. Samtarfið var ekki hluti af upphaflegum áætlunum embættisins. Það bætti því ófyrirséðum kostnaði við embættið enda unnu tveir lögmenn frá embættinu að þeim málum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×