Viðskipti innlent

Veltan með hlutabréf tvöfaldaðist milli mánaða

Veltan með hlutabréf í Kauphöllinni var tvöfalt meiri í júní en í maí. Heildarviðskiptin í júní námu tæplega 9,6 milljörðum kr. á móti tæplega 4,7 milljörðum kr. í maí.

Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti frá Kauphöllinni. Þar segir að mesta veltan hafi verið með bréf í Icelandair eða ríflega 4,3 milljarðar kr. en næst á eftir komi Hagar þar sem veltan nam tæpum 1,8 milljörðum kr.

Þá segir að veltan með skuldabréf hafi numið 234 milljörðum kr. sem er svipuð upphæð og í maímánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×