Viðskipti innlent

Reginn formlega á markað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands. Hann var viðstaddur skráninguna í morgun.
Páll Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands. Hann var viðstaddur skráninguna í morgun. mynd/ reginn.
Viðskipti hófust með hlutabréf í fasteignafélaginu Reginn í dag. Reginn flokkast sem lítið félag nnan fjármálageirans. Það er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu 2012 en fyrsta félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland á þessu ári.

Reginn er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignasafn Regins telur 30 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins er um 153 þúsund fermetrar og yfir 94% leigjanlegra fermetra er í útleigu. Stærstu fasteignir félagsins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×