Viðskipti innlent

Makríldeilan þarf að leysast á þessu ári

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Frá fundi sjávarútvegsmálastjóra Evrópusambandsins í morgun.
Frá fundi sjávarútvegsmálastjóra Evrópusambandsins í morgun. mynd/ valli.
Sjávarútvegsmálastjóri Evrópusambandsins segir það mikilvægt að leysa makríldeiluna á þessu ári. Deilan hafi staðið í þrjú ár og aðildarríkin hafi ekki efni á því fjórða. Það muni koma niður á stofninum.

Maria Damanaki, sjávarútvegsmálastjóri Evrópusambandsins, er nú stödd á Íslandi á fundisjávarútvegsráðherra norður-atlantshafsríkjana. Hún segir makríldeiluna ekki vera á dagskrá fundarins en hún muni engu að síður hitta íslenska ráðamenn og norska um málið.

Í samtali við fréttastofu segir hún makríldeiluna vera erfitt mál og skilja vel að Íslendingar séu viðkvæmir fyrir því. Málið megi hins vegar ekki verða tilfinningalegt því finna þurfi lausn.

Hún segir ríkin verða að komast að sátt um málið snemma hausts því undirbúa þurfi næsta fiskveiðiár. Þrjú ár séu liðin án samkomulags um málið sem hafi haft áhrif á makrílstofnin og ríkin hafi ekki efni á því fjórða.

Hún segir það alltaf erfitt að komast að samkomulagi þar sem öll ríki reyna að gæta hagsmuna borgara sinna en finna þurfi lausn í samræmi við lög og hagsmuni allra.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum stöðvar tvö þar sem rætt verður við Maríu Damanaki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×