Viðskipti innlent

Fyrsti makrílinn á vertíðinni komin til Vopnafjarðar

Fyrsti síldar- og makrílafli á nýhafinni vertíð barst til Vopnafjarðar í gærkvöldi með Ingunni AK sem skilaði rúmlega 400 tonna afla.

Á heimasíðu HB Granda er haft eftir Guðlaugi Jónssynji að uppistaða aflans sé makríll en þó fékkst nokkuð af síld undir það síðasta.

Guðlaugur segir stærðina á fisknum vera fína, þótt hann sé ekki mjög feitur. Meðalvigtin á makrílnum er um 450 grömm og síldin er aðallega á bilinu 300 til 350 grömm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×