Viðskipti innlent

Arnar hættur sem stjórnarformaður LL

JHH skrifar
Arnar Sigurmundsson gegnir ekki lengur stjórnarformennsku.
Arnar Sigurmundsson gegnir ekki lengur stjórnarformennsku.
Gunnar Baldvinsson er nýkjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða en hann hefur átt sæti í stjórn samtakanna frá árinu 2005. Hann tók við af Arnari Sigurmundssyni sem gegnt hefur formennsku samtakanna undanfarin sex ár.

Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins en því starfi hefur hann gegnt allt frá árinu 1990. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1985 og MBA frá University of Rochester árið 1988. Gunnar tók próf í verðbréfaviðskiptum árið 1994. Hann hefur skrifað fjölda greina um lífeyrismál og eftirlaunasparnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×