Viðskipti innlent

Ísland neðarlega á lista yfir meðallaun í heiminum

Íslendingar eru í 19. sæti hvað varðar meðallaun á mánuði í heiminum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Alþjóða vinnumálastofnuninni.

Stofnunin segir meðallaun hér að jafnaði vera 325.000 krónur en allar upphæðir eru leiðréttar með tilliti til mismunandi framfærslukostnaðar milli landa. Alls ná tölurnar yfir 72 lönd.

Lúxemborg er í efsta sætinu með meðallauninin upp á rúmlega hálf milljón kr. á mánuði. Noregur er í öðru sæti með meðallaun upp á 475.000 krónur. Raunar eru öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland í tíu efstu sætunum.

Minnstu meðallaunin eru hinsvegar í löndum á borð við Filippseyjar og Pakistan þar sem þau nema aðeins um 25.000 krónum á mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×