Fleiri fréttir

Netveiði hefst aftur í Hvítá og Ölfusá

Allt virðist stefna í að laxveiðar í net hefjist aftur af fullum krafti á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu á næsta ári og að þá dragi úr stangveiði á svæðinu.

Landspítalinn semur við Íslandsbanka

Landspítali hefur samið við Íslandsbanka um fjármálaþjónustu . Þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem opinber stofnun gerir í kjölfar útboðs og nær spítalinn að spara með honum milljónir króna.

Opnar upplýsingaveitu um sjávarútvegsmál

Íslandsbanki hefur opnað nýja alþjóðlega upplýsingaveitu, Sjávarútvegsmælaborðið, um sjávarútvegsmál. Þar er hægt að fylgjast með sjávarútvegsmarkaðnum víðsvegar um heiminn en þó er lögð sérstök áhersla á Bandaríkin og Ísland.

Jón Steindór kemur inn í stjórn Framtakssjóðs

Jón Steindór Valdimarsson hefur tekið sæti í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Hann er fulltrúi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í stjórninni. Jón Steindór kemur inn í stjórnina í staðinn fyrir Ragnar Önundarson.

Hæstiréttur: Vilhjálmur fái Glitnisgögn

Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði héraðsdóms þar sem Vilhjálmi Bjarnasyni framkvæmdastjóra Samtaka fjárfesta var meinaður aðgangur að gögnum um fjölda hlutabréfa í Glitni sem voru í eigu bankans fyrir fall hans. Hæstiréttur segir að Glitni beri að afhenda Vilhjálmi þessi gögn.

Aflaverðmætið var 131 milljarður í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 131 milljarði króna á árinu 2010 samanborið við rúma 115 milljarða á árinu 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða eða 13,7% á milli ára.

Töluvert dregur úr beiðnum um fjárnám

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins bárust Sýslumanninum í Reykjavík samtals 2.100 beiðnir um fjárnám. Þetta er töluvert minni fjöldi en á sama tímabili í fyrra þegar fjárnámsbeiðnir voru um 3.350 talsins.

Töluvert dregur úr nauðungarsölum fasteigna milli ára

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa 22 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar af 6 í janúar og 16 í febrúar. Þetta er töluvert minni fjöldi en í sömu mánuðum í fyrra þegar samtals 34 fasteignir voru seldar nauðungarsölu hjá embættinu.

Nýtt mat lækkar arðgreiðslu hjá SS

Fram er komið nýtt mat á hámarks arðgreiðslu sem eigendur yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS) geta krafist. Matið lækkar arðgreiðsluna um tæpar 2 milljónir kr.

Borgi Glitnismönnum málaferlin í New York

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmenn í bankanum, krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Tryggingamiðstöðin greiði kostnað vegna málaferla skilanefndar Glitnis á hendur þeim.

Eigendur HS Orku tilbúnir í átján milljarða fjárfestingu

Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí.

MP Banki þarf að greiða Byr 317 milljónir

MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf.

Um 18 milljarða skuldir felldar niður hjá fyrirtækjum

Um síðustu mánaðarmót höfðu 363 lítil og meðalstór fyrirtæki fengið tilboð um endurskipulagningu skulda sinna. Þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið afgreiðslu hafa fengið að meðaltali 50 milljónir kr af skuldum sínum felldar niður. Ef hlutfallið er það sama yfir allan hópinn má reikna með að niðurfelldar skuldir nemi um 18 milljörðum kr.

Ekki bein tengsl á milli kvótakerfis og byggðaþróunnar

Ekki er hægt að finna beina tengingu á milli kvótakerfisins og þróunar byggðar frá því að kerfinu var komið á fyrir meira en aldarfjórðungi. Þetta er niðurstaða Birgis Þórs Runólfssonar, dósents við Hagfræðideild Háskóla Íslands og kom fram í erindi sem hann flutti á málþingi Áhugahóps háskólamanna um sjávarútvegsmál nýverið.

Úrslitahópur Gulleggsins tilkynntur

Í dag varð ljóst hvaða 10 viðskiptahugmyndir komust áfram í keppninni um Gulleggið 2010, frumkvöðlakeppni Innovit, en 258 viðskiptahugmyndir hófu keppni í janúar. Frumkvöðlarnir að baki þessum nýju sprotafyrirtækjum munu kynna hugmyndir sínar og svara spurningum frammi fyrir yfirdómnefnd keppninnar í úrslitunum sem fara fram þann 2. apríl.

Landsbankinn kaupir hlut í Arion verðbréfavörslu hf.

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að Landsbankinn kaupi nýtt hlutafé í Arion verðbréfavörslu hf. Arion banki er í dag eigandi alls hlutafjár. Viljayfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki eftirlitsstofnana. Við kaup Landsbankans á nýju hlutafé í Arion verðbréfavörslu verður nafni félagsins breytt í Verdis.

Ekki útilokað að kaupmáttur launa rýrni áfram

Greining Íslandsbanka telur að ekki sé útilokað að kaupmáttur launa muni rýrna áfram á næstunni. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um launamælingar Hagstofunnar sem birtar voru í morgun.

Byggingakostnaður hækkar

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,4%. Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2011 er 102,5 stig (desember 2009=100) sem er hækkun um 0,9% frá fyrri mánuði. I nnlent efni hækkar í verði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,5%) og verð á innfluttu efni hækkar um 0,9% (0,3%). Launakostnaður hækkar um 0,2% og kostnaður vegna véla, flutninga og orkunotkunar hækkar um 2,0% (0,1%). Vísitalan gildir í apríl 2011.

Kaupmáttur rýrnaði um 1% milli mánaða

Vísitala kaupmáttar launa í febrúar 2011 er 107,1 stig og lækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,2%.

Áfram mikið tap af rekstri Félagsbústaða

Tap af rekstri Félagsbústaða nam 1.871 milljón kr. í fyrra miðað við 3.154 milljóna kr. tap árið á undan. Eigið fé Félagsbústaða í árslok 2010 nam 5,7 milljörðum kr. og hefur lækkað um 1,8 milljarða kr. milli ára. Eiginfjárhlutfall var 18% í árslok 2010 miðað við 23% árið 2009.

Fékk milljarða til kaupa í Glitni

Hæstiréttur úrskurðaði í síðustu viku að félagið IceProperties skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið er í eigu Sunds, sem nú heitir IceCapital, og er í eigu þeirra Jóns Kristjánssonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla Kr. Sigurðssonar, sem kenndur var við Olís.

Capacent Fjárfestingaráðgjöf orðið Centra

Fjármálafyrirtækið Capacent Fjárfestingaráðgjöf hefur skipt um nafn og heitir núna Centra Fyrirtækjaráðgjöf. Félagið var stofnað í ársbyrjun 2009 af Capacent til að sinna verkþáttum sem krefjast starfsleyfis samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og starfaði fyrsta árið undir nafninu Capacent Glacier.

Uppgjör ríkissjóðs batnar töluvert milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2011 liggur nú fyrir og er staðan töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 10,9 milljarða kr. en var neikvætt um 15,1 milljarð kr. á sama tímabili 2010.

Hæstiréttur vísar frá kærum í Tchenguiz málum

Hæstiréttur Íslands hefur með dómi fyrir helgina vísað frá tveimur kærum Rawlinson & Hunter Trustees S.A. (Rawlinson & Hunter) í málum sem varða kröfur gegn Kaupþingi banka hf. (Kaupþing). Rawlinson & Hunter stýra sjóðunum Tchenguiz Discretionary Trust og Tchenguiz Family Trust en sjóðirnir tengjast bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz.

Kauphöllin býður hlutabréfaviðskipti í Bandaríkjunum

NASDAQ OMX Nordic tilkynnti í dag um nýja þjónustu sem gerir kauphallaraðilum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum kleift að senda inn tilboð í bandarísk og kanadísk hlutabréf á norður-amerískum hlutabréfamörkuðum. “Market Access – Bandaríkin og Kanada” notast við fyrirliggjandi tækni og býður upp á bandaríska og kanadíska markaði á einum stað.

Miklar sveiflur á íbúðamarkaðinum

Miklar sveiflur eru á íbúðamarkaðinum í höfuðborginni eftir vikum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 71. Hinsvegar var fjöldi slíkra samninga 102 í vikunni þar á undan. Að meðaltali hefur 64 kaupsamningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði.

Eldsneytisverðið gæti skaðað ferðaþjónustu

Hækkandi verð á eldsneyti veldur ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi miklum áhyggjum þar sem viðbúið er að mjög muni draga úr ferðalögum innanlands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir lækkun eldsneytisskatta.

Fulltrúa ríkisins í stjórn Arion skipt út

Kristján Jóhannsson, fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka, mun víkja úr stjórninni á aðalfundi bankans í vikunni. Stjórn Bankasýslunnar telur rétt að endurnýja ekki umboð Kristjáns vegna ákvörðunar hans um að samþykkja launakjör Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Kristján þykir þó ekki hafa brotið gegn eigendastefnu ríkisins.

75 milljarða lán í vanskilum

Alls eru um 75 milljarða króna lán í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði. Forsætisráðherra segir allt benda til þess að ríkið þurfi að auka fjárveitingar til sjóðsins umfram þá 33 milljarða sem Alþingi hefur þegar samþykkt að veita sjóðnum. Það verði jafnvel hærri fjárhæð heldur en ríkið þarf að borga Bretum og Hollendingum vegna Icesave. RÚV greindi frá þessu í fréttum sínum í gær.

Stefna að tvíhliða skráningu - verða áfram í Kauphöllinni

"Það er ekki stefna félagsins að skrá sig úr Kauphöllinni,“ segir Jón Ingi Herbertsson, upplýsingafulltrúi Marels. Vísir greindi frá því í dag, og vitnaði í DV, að samkvæmt fundargerð fjárfestingafélagsins Horns, að Marel yrði skráð á erlendan markað og því skráð úr Kauphöllinni.

Marel úr Kauphöllinni eftir tvö ár

Talið er að fyrirtækið Marel verði skráð á erlendan markað eftir tvö ár samkvæmt fundargerð sem DV greinir frá á heimasíðu sinni. Þar segir að fundargerðin sé frá félaginu Horni, fjárfestingafélagi í eigu Landsbankans, sem fer með stóran hlut í Marel.

Kynna skýrslu um bandaríska sjávarútveginn

Íslandsbanki kynnir útgáfu nýrrar skýrslu um bandaríska sjávarútveginn á sýningu sem nú fer fram í Boston. Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að sýningin sé einn stærsti viðburðurinn á ári hverju tengdur sjávarútvegi í Norður-Ameríku. Íslandsbanki segir að Bandaríkin séu einn mikilvægasti sjávarafurðamarkaður heims, bæði hvað varðar framboð og eftirspurn. Í skýrslunni sé fjallað um þróun helstu drifkrafta í bandarískum sjávarútvegi, meðal annars veiðar, vinnslu, inn- og útflutning og neyslu. Einnig sé farið yfir verðþróun hlutabréfa, samruna og yfirtökur í sjávarútveginum í Bandaríkjunum.

Treysta alfarið á skilanefnd Landsbankans

Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu.

Segir Vilhjálm fara með fleipur

Iðnaðarráðherra segir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, fara með fleipur með yfirlýsingum sínum um framkvæmdir í Helguvík. Hún segir pólitískan vilja beggja vegna borðsins í ríkisstjórninni um að verkefnið verði klárað.

Alcan ofrukkað um 67 milljónir

Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að Vatnsveita Hafnarfjarðar hafi með ólögmætum hætti lagt gjald á Alcan vegna notkunar álversins í Straumsvík á köldu vatni.

Sjá næstu 50 fréttir