Viðskipti innlent

Kynna skýrslu um bandaríska sjávarútveginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsbanki kynnir útgáfu nýrrar skýrslu um bandaríska sjávarútveginn á sýningu sem nú fer fram í Boston. Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að sýningin sé einn stærsti viðburðurinn á ári hverju tengdur sjávarútvegi í Norður-Ameríku. Íslandsbanki segir að Bandaríkin séu einn mikilvægasti sjávarafurðamarkaður heims, bæði hvað varðar framboð og eftirspurn. Í skýrslunni sé fjallað um þróun helstu drifkrafta í bandarískum sjávarútvegi, meðal annars veiðar, vinnslu, inn- og útflutning og neyslu. Einnig sé farið yfir verðþróun hlutabréfa, samruna og yfirtökur í sjávarútveginum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×