Viðskipti innlent

Capacent Fjárfestingaráðgjöf orðið Centra

Fjármálafyrirtækið Capacent Fjárfestingaráðgjöf, áður Capacent Glacier, hefur skipt um nafn og heitir núna Centra Fyrirtækjaráðgjöf. Félagið var stofnað í ársbyrjun 2009 af Capacent til að sinna verkþáttum sem krefjast starfsleyfis samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og starfaði fyrsta árið undir nafninu Capacent Glacier.

Félagið hefur verið skuldlaust frá stofnun samkvæmt tilkynningu.

Á Vísi fyrr í dag, var að sagt að Capacent hefði breytt nafni sínu. Það er ekki rétt, því Capacent Fjárfestingaráðgjöf hefur tekið upp nafnið Centra. Engin eignartengsl eru lengur á milli Capacent og Centra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×