Viðskipti innlent

Byggingakostnaður hækkar

Vísitala byggingakostnaðar hækkar um 0,9% milli mánaða
Vísitala byggingakostnaðar hækkar um 0,9% milli mánaða Mynd úr safni / Vilhelm
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,4%.

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2011 er 102,5 stig (desember 2009=100) sem er hækkun um 0,9% frá fyrri mánuði.

Innlent efni hækkar í verði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,5%) og verð á innfluttu efni hækkar um 0,9% (0,3%).

Launakostnaður hækkar um 0,2% og kostnaður vegna véla, flutninga og orkunotkunar hækkar um 2,0% (0,1%).

Vísitalan gildir í apríl 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×