Viðskipti innlent

75 milljarða lán í vanskilum

Alls eru um 75 milljarða króna lán í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði. Forsætisráðherra segir allt benda til þess að ríkið þurfi að auka fjárveitingar til sjóðsins umfram þá 33 milljarða sem Alþingi hefur þegar samþykkt að veita sjóðnum. Það verði jafnvel hærri fjárhæð heldur en ríkið þarf að borga Bretum og Hollendingum vegna Icesave. RÚV greindi frá þessu í fréttum sínum í gær.

Vanskil hafa aukist mikið hjá Íbúðalánasjóði á undanförnum misserum. Reiknað er með því að afskriftir verði mun meiri en áður var gert ráð fyrir.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×