Eldsneytisverðið gæti skaðað ferðaþjónustu 21. mars 2011 07:00 Erna hauksdóttir Hækkandi verð á eldsneyti veldur ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi miklum áhyggjum þar sem viðbúið er að mjög muni draga úr ferðalögum innanlands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir lækkun eldsneytisskatta. Ef verðið á bensíni í dag er miðað við verð fyrir réttu ári síðan er munurinn um 16 krónur á lítrann. Lítraverð hefur hækkað frá um það bil 212 krónum upp í um 228 krónur í ár. Um miðjan mars í fyrra hafði verð að vísu stigið afar hratt á stuttum tíma og átti eftir að lækka verulega í verðstríði olíufélaganna yfir sumarmánuðina. Þrátt fyrir það sýna tölur Vegagerðarinnar nokkurn samdrátt í umferð um helstu vegi landsins frá 2009 til 2010 fyrra og fyrstu tölur þessa árs gefa til kynna að framhald verði á í ár. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af hækkunum eldsneytisverðs," segir Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Það er bæði vegna flugsins og útgerðar á rútum og öðrum farartækjum, en líka vegna þess hversu dýrt það er fyrir almenning að keyra sína einkabíla. Ef ríkisstjórnin lækkar ekki skatta sína á eldsneyti getur þetta haft mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna út allt land." Þó eldsneytisgjöld miðist við vissa krónutölu af útsöluverði hvers lítra, leggst virðisaukaskattur á alla upphæðina. Skattheimtan eykst því í hlutfalli við hækkandi innkaupaverð olíufélaganna hér á landi. Erna segir hvorki almenning né fyrirtæki þola „þessar gengdarlausu hækkanir" og kallar eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að snúið verði aftur til þeirrar skattaupphæðar sem gert var ráð fyrir í byrjun. Erna játar því að útlit sé fyrir að erlendir ferðamenn fjölmenni hingað til lands í sumar og þeir muni sennilega ekki mikla fyrir sér bensínverð, sem er sambærilegt og í þeirra heimalöndum. „En fyrir Íslendinga er þetta mjög stórt vandamál. Það kostar augljóslega meira að keyra nú í sumar en í fyrrasumar. Þess vegna er svo mikilvægt að draga úr skattheimtu til þess að létta undir með almenningi og atvinnulífinu." Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um viðbrögð við hækkandi eldsneytisverði og er fyrstu tillagna hópsins að vænta þann fyrsta apríl. - þj Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Hækkandi verð á eldsneyti veldur ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi miklum áhyggjum þar sem viðbúið er að mjög muni draga úr ferðalögum innanlands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir lækkun eldsneytisskatta. Ef verðið á bensíni í dag er miðað við verð fyrir réttu ári síðan er munurinn um 16 krónur á lítrann. Lítraverð hefur hækkað frá um það bil 212 krónum upp í um 228 krónur í ár. Um miðjan mars í fyrra hafði verð að vísu stigið afar hratt á stuttum tíma og átti eftir að lækka verulega í verðstríði olíufélaganna yfir sumarmánuðina. Þrátt fyrir það sýna tölur Vegagerðarinnar nokkurn samdrátt í umferð um helstu vegi landsins frá 2009 til 2010 fyrra og fyrstu tölur þessa árs gefa til kynna að framhald verði á í ár. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af hækkunum eldsneytisverðs," segir Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Það er bæði vegna flugsins og útgerðar á rútum og öðrum farartækjum, en líka vegna þess hversu dýrt það er fyrir almenning að keyra sína einkabíla. Ef ríkisstjórnin lækkar ekki skatta sína á eldsneyti getur þetta haft mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna út allt land." Þó eldsneytisgjöld miðist við vissa krónutölu af útsöluverði hvers lítra, leggst virðisaukaskattur á alla upphæðina. Skattheimtan eykst því í hlutfalli við hækkandi innkaupaverð olíufélaganna hér á landi. Erna segir hvorki almenning né fyrirtæki þola „þessar gengdarlausu hækkanir" og kallar eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að snúið verði aftur til þeirrar skattaupphæðar sem gert var ráð fyrir í byrjun. Erna játar því að útlit sé fyrir að erlendir ferðamenn fjölmenni hingað til lands í sumar og þeir muni sennilega ekki mikla fyrir sér bensínverð, sem er sambærilegt og í þeirra heimalöndum. „En fyrir Íslendinga er þetta mjög stórt vandamál. Það kostar augljóslega meira að keyra nú í sumar en í fyrrasumar. Þess vegna er svo mikilvægt að draga úr skattheimtu til þess að létta undir með almenningi og atvinnulífinu." Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um viðbrögð við hækkandi eldsneytisverði og er fyrstu tillagna hópsins að vænta þann fyrsta apríl. - þj
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira