Fleiri fréttir

Losa þarf Álftanes við 4,1 milljarðs skuldbindingar

Fjárhaldsstjórn Álftanes hefur skilað af sér skýrslu um fjárhag sveitarfélagsins og lausnir á þeim vanda sem sveitarfélagið er í. Þar kemur m.a. fram að losa þurfi sveitarfélagið við skuldbindingar upp á 4,1 milljarð kr. og jafnframt að setja þurfi a.m.k. 5% álag á útsvar íbúa Álftanes fram til ársins 2014.

Nýjum bílum fjölgar mest hér og á Írlandi

Hlutfallsaukning nýrra bíla hér á landi á þessu ári er með því mesta sem gerist meðal landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og hátt yfir meðaltali sem hljóðar upp á 5,1 prósents samdrátt milli ára. Þetta má lesa út úr nýjustu tölum ACEA, samtaka evrópskra bílaframleiðenda.

Lítil breyting í þróun íbúðaverðs í borginni

Lítil breyting varð í þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í nóvember. Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands hækkaði vísitala íbúðaverðs í borginni um 0,1% milli mánaða.

OR aflar sér 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjárhæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrirtækið vinnur áfram að fjármögnun langtímaverkefna innan lands og utan.

Eignarhald erlendis ekki gefið upp

Eignir Íslendinga í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum námu rúmum 873 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Gagnaverin samkeppnishæf

Þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa náð samkomulagi um að leggja til veigamiklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt. Breytingarnar eru forsenda þess að gagnaver hér á landi verði samkeppnishæf við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins.

Kærir málið til ríkissaksóknara

Jóhann Páll Símonarson og fimm aðrir sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum Gildi hafa kært þá ákvörðun sett saksóknara efnahagsbrota til ríkissaksóknara að hætta við rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna lífeyrissjóðsins í aðdraganda bankahrunsins.

Bjóða í verk í Noregi vegna verkefnaskorts á Íslandi

Óvissa er með verkefni á vegum Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) annað en reytingur smáverkefna þegar framkvæmdum við tónlistarhúsið Hörpu í Reykjavík lýkur í maí á næsta ári. Þungt hljóð mun vera í mörgum starfsmönnum. Um 450 manns á vegum ÍAV og undirverktaka hafa unnið við byggingu tónlistarhússins upp á síðkastið.

Fóður til lífrænnar ræktunar

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Bústólpi er fyrsta sérhæfða kjarnfóðurfyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu á kjarnfóðri.

Um 14 þúsund færri störf

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands fór fjöldi þeirra sem starfa á innlendum vinnumarkaði mest í 183.800 einstaklinga á þriðja ársfjórðungi 2008 en hefur minnkað síðan. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, sem vildi vita hversu mörgum störfum hefði fækkað hér á landi árin 2008 og 2009 og það sem af er þessu ári.

Sérstakur saksóknari fær öll gögn

Undirréttur í Lúxemborg hefur úrskurðað að afhenda skuli sérstökum saksóknara öll gögn sem aflað var með húsleitum í Banque Havilland fyrr á árinu. Bankinn og fyrirsvarsmenn 19 félaga hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Tveimur núllum ofaukið í svari efnahags- og viðskiptaráðherra

Það skeikaði tveimur núllum í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um eign Íslendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum erlendis. Fram kom í svarinu sem birtist á vef Alþingis í gær, og Vísir sagði frá, að eign Íslendinga í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum næmi tæpum 900 milljörðum króna.

Mosfellsbær þarf að auka tekjur um 240 milljónir

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila hallalausum rekstri.

Heildarskuldir Vesturbyggðar nema 1300 milljónum

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnanir sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt í gær á fundi bæjarstjórnar. „Að frumvarpinu stendur bæjarstjórnin öll en einnig var íbúum boðið að koma að gerð fjárhagsáætlunarinnar,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Þá er bætt við að ríflega 10% íbúa sveitarfélagsins hafi tekið þátt í þeirri vinnu og að þrátt fyrir erfiða stöðu sé bæjarstjórn bjartsýn á framtíð sveitarfélagsins enda sé atvinnuástand í Vesturbyggð mjög gott. Heildarskuldir sveitarfélagsins nema hinsvegar 1300 milljónum króna en í Vesturbyggð búa tæpelga þúsund manns.

Ísland hrapar niður listann yfir mestu verðbólgulöndin

Verðbólgan hér á landi var 3,8% í nóvember samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) tekur saman og birti nú í morgun. Minnkar því verðbólgan um 0,8 prósentustig milli mánaða en hún var 4,6% hér á landi í október samkvæmt vísitölunni. Íslæand hrapar niður listan yfir Evrópulönd með mesta verðbólgu.

NSA kaupir rúmlega 30% hlut í Transmit

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur undirritað samning um kaup á 30,6% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Transmit ehf. Markmið eigenda félagsins er að Transmit verði leiðandi á sviði hugbúnaðar fyrir umsýslu rafræns markaðsefnis fyrirtækja.

Greining spáir óbreyttri verðbólgu í desember

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka í desember um 0,5% frá nóvembermánuði. Gangi spáin eftir verður verðbólgan 2,6% í mánuðinum og óbreytt frá nóvember.

Félag Kristjáns skuldar rúma tvo milljarða

Eignarhaldsfélagið 7 hægri, einkahlutafélag Kristján Arasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Kaupþingi, var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Lánasamningar félagsins eru allir í erlendri mynt og nema 2,1 milljarði króna.

Reikna með 84 prósenta heimtum

Slitastjórn Kaupthing Singer & Fried­lander (KSF), banka Kaupþings í Bretlandi, hefur greitt kröfuhöfum 45 prósent af kröfum í bú bankans. Reiknað er með að endurheimtur muni nema á milli 78 og 84 prósentum. Þetta kemur fram í skýrslu til kröfuhafa frá lögfræðingum Ernst & Young í Bretlandi sem stýra slitum á KSF.

ÍSAL er lykileign í safni Rio Tinto

Tom Albanese, forstjóri fjölþjóðlega náma- og málmvinnslufyrirtækisins Rio Tinto, afhenti í gær álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík öryggisviðurkenningu samstæðunnar. Álverið er fyrst fyrirtækja Alcan, sem Rio Tinto keypti árið 2007, til þess að fá slík verðlaun. Með endursamningum um orkuverð fyrr á árinu jókst kostnaður álversins hér. Á móti kemur rekstraröryggi til langs tíma, segir forstjórinn.

Gömlu eigendurnir eignast helming á ný

Karl Þráinsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), og Gunnar Sverrisson framkvæmdastjóri hafa hvor um sig keypt 25 prósenta hlut í ÍAV. Þeir voru meðal aðaleigenda ÍAV sem misstu hlut sinn til kröfuhafa í fjárhagslegri endurskipulagningu í mars. Hinn helminginn á svissneska verktakafyrirtækið Marti Con­tractors, sem yfirtók verktakahluta ÍAV í mars síðastliðnum.

Hraða úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Víðtækt samkomulag hefur náðst um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Skrifað var undir samkomulagið síðdegis í dag í Rúgbrauðsgerðinni.

Seðlabankinn samdi um endurgreiðslu á 35 milljarða láni

Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs Íslands hefur samið um endurgreiðslu á 35 milljarða króna útistandandi láni. Um er að ræða greiðslu á hluta af útistandandi sambankaláns þar sem Bayerische Landesbank var leiðandi lánveitandi. Lokagjalddagi lánsins er í september 2011. Ísland hefur endurgreitt € 225 milljónum evra, eða samtals um 35 milljarða króna, að nafnvirði af samtals € 300 milljóna evra láni. Þessi tilhögun er liður í traustri lánaumsýslu og lausafjárstýringu ríkissjóðs Íslands.

ESA rannsakar stofnun stóru bankanna þriggja

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um að stofnunin hafi tekið ákvörðun um að taka til formlegrar rannsóknar ráðstafanir íslenska ríkisins í tengslum við stofnun og fjármögnun íslensku viðskiptabankanna Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.

Útflæði vaxtagreiðslna veikti gengi krónunnar töluvert

Töluverð veiking varð á gengi krónunnar í gær og telur greining Íslandsbanka að það megi rekja til útflæðis vaxtagreiðslna til erlenda aðila af ríkisbréfaflokknum RIKB10 sem féll á gjalddaga tíunda þessa mánaðar.

Samkomulag í höfn varðandi lítil og meðalstór fyrirtæki

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt í dag á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Fundurinn hefst klukkan þrjú.

ESB og Noregur ákveða makrílveiðar umfram ráðgjöf

„Með því að taka til sín 90% þess makrílafla, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til, hafa Norðmenn og Evrópusambandið ákveðið að makrílaflinn á næsta ári fari langt fram úr því sem veiðiráðgjöf hljóðar upp á," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Heildaraflinn dregst saman um 8% milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 0,5% minni en í nóvember 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 8,0% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Njótum nú þegar góðra kjara vestra

Ekki er brýnt að óska eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin, að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Sex þingmenn hafa lagt til að stofnað verði til viðræðna um slíkan samning. Í greinargerð segir að sóknarhagsmunir Íslands liggi í að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði fyrir útflutningsvörur.

Löndunarbann hefði engin áhrif

„Við vísum ábyrgðinni á þeirri ofveiði sem fyrirsjáanleg er á næsta ári alfarið á hendur Evrópusambandinu og Noregi,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðum við ESB og Noreg.

Útlendingar gætu skapað sátt hér á landi

Viðskiptaráð telur ástæðu til að skoða hvort heppilegt geti verið að fá erlenda aðila til að annast rannsóknir í tengslum við hrunið. Fyrir Alþingi liggja tillögur um nokkrar slíkar og veitir Viðskiptaráð sömu umsögn um þrjár þeirra; rannsókn á Íbúðalánasjóði, rannsókn vegna Icesave og rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir

„Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni.

Jón Ásgeir: Förum líklega í skaðabótamál

„Ég er ánægður með niðurstöðuna. Þetta er búinn að vera erfiður tími frá því 11. maí. Slitastjórnin fór yfir strikið gagnvart okkur," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, í samtali við Pressuna. Dómari í New York vísaði í dag máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri og sex viðskiptafélögum hans. Hann segir að slitastjórnin hljóti að sæta ábyrgð og hætta.

Steinunn: Glitnismálið rekið hér heima

„Dómarinn komst að þessari niðurstöðu. Hann taldi að málið ætti heima á Íslandi en hann setti hins vegar tvö skilyrði sem stefndu verða að uppfylla,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Hæstiréttur í New York vísaði í dag frá stefnu slitastjórnarinnar gegn sjömenningum sem stefnt hafði verið vegna ásakana um með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum.

Skaðabótamál Glitnis: Frávísunarkrafa tekin fyrir í dag

Málflutningur vegna frávísunarkröfu hinna stefndu í skaðabótamáli Glitnis í New York hefst klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sjömenningarnir og PriceWaterHouseCoopers, endurskoðunarfyrirtæki Glitnis, krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í New York.

Sjá næstu 50 fréttir