Viðskipti innlent

Um 14 þúsund færri störf

Mynd/Pjetur
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands fór fjöldi þeirra sem starfa á innlendum vinnumarkaði mest í 183.800 einstaklinga á þriðja ársfjórðungi 2008 en hefur minnkað síðan. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, sem vildi vita hversu mörgum störfum hefði fækkað hér á landi árin 2008 og 2009 og það sem af er þessu ári.

Um 171.500 einstaklingar voru starfandi á innlendum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2009 og 170.200 á þriðja ársfjórðungi 2010. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands hefur virkum þátttakendum á vinnumarkaði því fækkað um 13.600 manns frá því sem mest var á þriðja ársfjórðungi 2008 til þriðja ársfjórðungs 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×