OR aflar sér 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu 17. desember 2010 07:00 Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjárhæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrirtækið vinnur áfram að fjármögnun langtímaverkefna innan lands og utan. „Þetta er til marks um að sá uppskurður á rekstrinum, sem gripið var til í sumar, er að skila sér í aukinni tiltrú innlendra fjárfesta á fyrirtækinu," segir Helgi Þór Ingason forstjóri OR, í tilkynningu um málið. Aðgerðirnar sem Helgi vísar til eru gjaldskrárbreytingar, harkalegur niðurskurður rekstrarútgjalda og eignasala, sem ákveðnar voru af stjórn OR 27. ágúst sl., og sú ákvörðun eigendafundar 17. september sl., að falla frá arðgreiðslum. „Í aðdraganda útboðsins voru áhrif þessara aðgerða til lengri og skemmri tíma kynnt fyrir aðilum á fjármálamarkaði og jákvæð viðbrögð þeirra eru staðfest með góðum árangri í útboðinu," segir Helgi Þór. Með aðgerðunum var aukinn áhersla lögð á kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. veitureksturinn á suður- og vesturhluta landsins. Verulega var dregið úr umfangi annarra verkefna, þau lögð af eða falin öðrum. Helgi Þór segir að aðgerðirnar hafi tekist prýðilega að því leyti að rekstrargjöld hafi sparast án þess að það hafi bitnað á grunnþjónustunni. Þess hafi ekki orðið vart, í það minnsta ekki enn sem komið er. „Lykilatriði í þessum góða árangri eru skörp sameiginleg sýn stjórnar fyrirtækisins og eigenda á forgang grunnþjónustunnar og almenn þátttaka starfsfólks OR við að finna tækifæri til hagræðingar í rekstrinum," segir Helgi Þór. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjárhæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrirtækið vinnur áfram að fjármögnun langtímaverkefna innan lands og utan. „Þetta er til marks um að sá uppskurður á rekstrinum, sem gripið var til í sumar, er að skila sér í aukinni tiltrú innlendra fjárfesta á fyrirtækinu," segir Helgi Þór Ingason forstjóri OR, í tilkynningu um málið. Aðgerðirnar sem Helgi vísar til eru gjaldskrárbreytingar, harkalegur niðurskurður rekstrarútgjalda og eignasala, sem ákveðnar voru af stjórn OR 27. ágúst sl., og sú ákvörðun eigendafundar 17. september sl., að falla frá arðgreiðslum. „Í aðdraganda útboðsins voru áhrif þessara aðgerða til lengri og skemmri tíma kynnt fyrir aðilum á fjármálamarkaði og jákvæð viðbrögð þeirra eru staðfest með góðum árangri í útboðinu," segir Helgi Þór. Með aðgerðunum var aukinn áhersla lögð á kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. veitureksturinn á suður- og vesturhluta landsins. Verulega var dregið úr umfangi annarra verkefna, þau lögð af eða falin öðrum. Helgi Þór segir að aðgerðirnar hafi tekist prýðilega að því leyti að rekstrargjöld hafi sparast án þess að það hafi bitnað á grunnþjónustunni. Þess hafi ekki orðið vart, í það minnsta ekki enn sem komið er. „Lykilatriði í þessum góða árangri eru skörp sameiginleg sýn stjórnar fyrirtækisins og eigenda á forgang grunnþjónustunnar og almenn þátttaka starfsfólks OR við að finna tækifæri til hagræðingar í rekstrinum," segir Helgi Þór.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira