OR aflar sér 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu 17. desember 2010 07:00 Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjárhæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrirtækið vinnur áfram að fjármögnun langtímaverkefna innan lands og utan. „Þetta er til marks um að sá uppskurður á rekstrinum, sem gripið var til í sumar, er að skila sér í aukinni tiltrú innlendra fjárfesta á fyrirtækinu," segir Helgi Þór Ingason forstjóri OR, í tilkynningu um málið. Aðgerðirnar sem Helgi vísar til eru gjaldskrárbreytingar, harkalegur niðurskurður rekstrarútgjalda og eignasala, sem ákveðnar voru af stjórn OR 27. ágúst sl., og sú ákvörðun eigendafundar 17. september sl., að falla frá arðgreiðslum. „Í aðdraganda útboðsins voru áhrif þessara aðgerða til lengri og skemmri tíma kynnt fyrir aðilum á fjármálamarkaði og jákvæð viðbrögð þeirra eru staðfest með góðum árangri í útboðinu," segir Helgi Þór. Með aðgerðunum var aukinn áhersla lögð á kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. veitureksturinn á suður- og vesturhluta landsins. Verulega var dregið úr umfangi annarra verkefna, þau lögð af eða falin öðrum. Helgi Þór segir að aðgerðirnar hafi tekist prýðilega að því leyti að rekstrargjöld hafi sparast án þess að það hafi bitnað á grunnþjónustunni. Þess hafi ekki orðið vart, í það minnsta ekki enn sem komið er. „Lykilatriði í þessum góða árangri eru skörp sameiginleg sýn stjórnar fyrirtækisins og eigenda á forgang grunnþjónustunnar og almenn þátttaka starfsfólks OR við að finna tækifæri til hagræðingar í rekstrinum," segir Helgi Þór. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjárhæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrirtækið vinnur áfram að fjármögnun langtímaverkefna innan lands og utan. „Þetta er til marks um að sá uppskurður á rekstrinum, sem gripið var til í sumar, er að skila sér í aukinni tiltrú innlendra fjárfesta á fyrirtækinu," segir Helgi Þór Ingason forstjóri OR, í tilkynningu um málið. Aðgerðirnar sem Helgi vísar til eru gjaldskrárbreytingar, harkalegur niðurskurður rekstrarútgjalda og eignasala, sem ákveðnar voru af stjórn OR 27. ágúst sl., og sú ákvörðun eigendafundar 17. september sl., að falla frá arðgreiðslum. „Í aðdraganda útboðsins voru áhrif þessara aðgerða til lengri og skemmri tíma kynnt fyrir aðilum á fjármálamarkaði og jákvæð viðbrögð þeirra eru staðfest með góðum árangri í útboðinu," segir Helgi Þór. Með aðgerðunum var aukinn áhersla lögð á kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. veitureksturinn á suður- og vesturhluta landsins. Verulega var dregið úr umfangi annarra verkefna, þau lögð af eða falin öðrum. Helgi Þór segir að aðgerðirnar hafi tekist prýðilega að því leyti að rekstrargjöld hafi sparast án þess að það hafi bitnað á grunnþjónustunni. Þess hafi ekki orðið vart, í það minnsta ekki enn sem komið er. „Lykilatriði í þessum góða árangri eru skörp sameiginleg sýn stjórnar fyrirtækisins og eigenda á forgang grunnþjónustunnar og almenn þátttaka starfsfólks OR við að finna tækifæri til hagræðingar í rekstrinum," segir Helgi Þór.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur