Viðskipti innlent

Bjóða í verk í Noregi vegna verkefnaskorts á Íslandi

Framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka segir vandamál hvað fá verk séu í boði.  Fréttablaðið/Anton
Framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka segir vandamál hvað fá verk séu í boði. Fréttablaðið/Anton

Óvissa er með verkefni á vegum Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) annað en reytingur smáverkefna þegar framkvæmdum við tónlistarhúsið Hörpu í Reykjavík lýkur í maí á næsta ári. Þungt hljóð mun vera í mörgum starfsmönnum. Um 450 manns á vegum ÍAV og undirverktaka hafa unnið við byggingu tónlistarhússins upp á síðkastið.

Stjórnendur ÍAV héldu starfsmannafund fyrir starfsfólk í Hörpu í síðustu viku. Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri ÍAV, segir það gert reglulega.

„Við erum í sama basli og allir aðrir. Helsta vandamálið er hvað framboð af verkum er lítið. Það er áhyggjuefni því tónlistarhúsið er langstærsta verkefnið okkar,“ segir Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri ÍAV. Hann segir marga verktaka bíða þess hvað stjórnvöld verði dugleg að setja í gang fyrir utan vegaframkvæmdir og jarðgöng á Norðurlandi.

Stjórnendur ÍAV skrifuðu undir samning um byggingu metanólverksmiðju Carbon Recycling International á Svartsengi í síðustu viku. Gunnar segir það tiltölulega lítið verk, sem dugi fram á næsta sumar og krefst í kringum 30 til 40 starfsmanna.

„Við höfum verið að bjóða í verk í Noregi og höldum því áfram,“ segir hann. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×