Viðskipti innlent

Lítil breyting í þróun íbúðaverðs í borginni

Lítil breyting varð í þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í nóvember. Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands hækkaði vísitala íbúðaverðs í borginni um 0,1% milli mánaða.

Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,2%, síðastliðna 6 mánuði lækkaði hún um 0,8% og síðastliðna 12 mánuði lækkaði hún 0,9%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×