Viðskipti innlent

Ætla að beita löggjöf ESB gegn íslenskum fiskiskipum

Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins er nú að íhuga að beita löggjöf sambandsins til þess að setja löndunarbann á öll fiskiskip Íslendinga í evrópskum höfnum.

Þetta kemur fram í frétt á Reuters og Financial Times um málið en Damanaki mun hafa greint sjávarútvegsráðherrum Evrópusambandsins frá þessu á fundi sem þeir héldu í Brussel í gærdag.

Starfsmenn Damanaki eru þegar að vinna að nýrri löggjöf sem myndi banna allar landanir fiskiskipa í Evrópuhöfnum frá þeim löndum sem eiga í alþjóðlegum deilum um fiskistofna.

Stigvaxandi þungi hefur verið í hótunum Evrópusambandsins í garð Íslendinga og Færeyinga eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðunum um makrílkvótann.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×