Mosfellsbær þarf að auka tekjur um 240 milljónir 16. desember 2010 14:14 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila hallalausum rekstri, að því er kemur fram í tilkynningu frá bænum. Nauðsynlegt var að ná niður kostnaði og auka tekjur um samanlagt 240 milljónir til þess að mæta minnkandi tekjum svo koma megi í veg fyrir að bæjarsjóður verði rekinn með halla á árinu 2011. Dæmi um aðgerðir sem nauðsynlegt verður að ráðast í eru eftirfarandi:Gjaldskrár hækka um 5-10%Útsvar hækkar úr 13,19% í 13,28% og að auki um 1,2% vegna málefna fatlaðraÁlagningarstuðlar fasteignagjalda verða hækkaðir til að mæta lækkun fasteignamatsHeimgreiðslur verða lagðar af.Frístundaávísanir lækka úr kr. 18.000 í kr. 15.000.Gjaldfrjálsum tímar í fimm ára deild fækkar úr 8 í 3.Samningar um fjárfestingar í íþróttamannvirkjum verða endurskoðaðir, svo ogstyrktarsamningar. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu um 14 milljónir króna í A-hluta og 32 milljónir í A- og B-hluta. Skuldir og skuldbindingar í A-hluta lækka milli ára. Veltufé frá rekstri í A-hluta er 338 milljónir króna og í A- og B-hluta 439 milljónir sem er 8,6%. „Ekki er gert ráð fyrir neinum óreglulegum tekjum, svo sem af sölu byggingarréttar. Ef um sölu lóða verður að ræða á árinu leiðir það til aukinna tekna bæjarsjóðs. Í áætluninni er gert ráð fyrir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og eykur það umfang rekstrar bæjarins verulega," segir í tilkynningu.Leitað til íbúa Eftir mikla hagræðingu undanfarin tvö ár var ljóst að þær ákvarðanir sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir væru langt frá því auðveldar. Ákvarðanirnar snúast ekki lengur um að afleiðingar þeirra megi ekki bitna á neinum - heldur að þær bitni á sem fæstum, svo krefjandi er það umhverfi sem þessi áætlun er unnin við. Í tilkynningu frá bænum segir að Mosfellsbær leitaði til íbúa eftir leiðum til hagræðingar og var haldinn sérstakur íbúafundur um fjárhagsáætlun. Fjöldi tillaga barst sem birtar hafa verið á vef Mosfellsbæjar og nýttar voru við fjárhagsáætlunargerðina. Stór hluti þeirra tillagna sem fram komu eru þegar komnar í framkvæmd þar sem fjárhagsáætlanir síðustu tveggja ára einkenndust af mikilli hagræðingu í rekstri í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Á íbúafundinum kom fram eindregin ósk um að standa vörð um velferð. Fjárhagsáætlun 2011 ber þess vitni að eftir því var farið eins og kostur var. Fjárframlög til málaflokksins aukast milli ára í samræmi við aukna þörf á aðstoð og þjónustu á því sviði á meðan um talsverða hagræðingu er að ræða á flestum öðrum sviðum. Íbúar létu jafnframt í ljós óskir um að ekki yrði hagrætt í skólamálum eða dagvistarmálum barna. Reynt var að koma til móts við þá óskir eins og frekast var unnt. Til marks um það hækkar útgjöld til málaflokksins um 2% á milli ára án tilliti til verðlagsbreytinga. Veruleg hagræðingarkrafa hefur verið gerð á yfirstjórn sveitarfélagsins, sem og stjórnunardeildir stofnana. Starfsfólk Mosfellsbæjar tekur að sér aukinn fjölda verkefna og lagt hefur verið áhersla á enn frekara samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná sem mestri hagræðingu. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila hallalausum rekstri, að því er kemur fram í tilkynningu frá bænum. Nauðsynlegt var að ná niður kostnaði og auka tekjur um samanlagt 240 milljónir til þess að mæta minnkandi tekjum svo koma megi í veg fyrir að bæjarsjóður verði rekinn með halla á árinu 2011. Dæmi um aðgerðir sem nauðsynlegt verður að ráðast í eru eftirfarandi:Gjaldskrár hækka um 5-10%Útsvar hækkar úr 13,19% í 13,28% og að auki um 1,2% vegna málefna fatlaðraÁlagningarstuðlar fasteignagjalda verða hækkaðir til að mæta lækkun fasteignamatsHeimgreiðslur verða lagðar af.Frístundaávísanir lækka úr kr. 18.000 í kr. 15.000.Gjaldfrjálsum tímar í fimm ára deild fækkar úr 8 í 3.Samningar um fjárfestingar í íþróttamannvirkjum verða endurskoðaðir, svo ogstyrktarsamningar. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu um 14 milljónir króna í A-hluta og 32 milljónir í A- og B-hluta. Skuldir og skuldbindingar í A-hluta lækka milli ára. Veltufé frá rekstri í A-hluta er 338 milljónir króna og í A- og B-hluta 439 milljónir sem er 8,6%. „Ekki er gert ráð fyrir neinum óreglulegum tekjum, svo sem af sölu byggingarréttar. Ef um sölu lóða verður að ræða á árinu leiðir það til aukinna tekna bæjarsjóðs. Í áætluninni er gert ráð fyrir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og eykur það umfang rekstrar bæjarins verulega," segir í tilkynningu.Leitað til íbúa Eftir mikla hagræðingu undanfarin tvö ár var ljóst að þær ákvarðanir sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir væru langt frá því auðveldar. Ákvarðanirnar snúast ekki lengur um að afleiðingar þeirra megi ekki bitna á neinum - heldur að þær bitni á sem fæstum, svo krefjandi er það umhverfi sem þessi áætlun er unnin við. Í tilkynningu frá bænum segir að Mosfellsbær leitaði til íbúa eftir leiðum til hagræðingar og var haldinn sérstakur íbúafundur um fjárhagsáætlun. Fjöldi tillaga barst sem birtar hafa verið á vef Mosfellsbæjar og nýttar voru við fjárhagsáætlunargerðina. Stór hluti þeirra tillagna sem fram komu eru þegar komnar í framkvæmd þar sem fjárhagsáætlanir síðustu tveggja ára einkenndust af mikilli hagræðingu í rekstri í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Á íbúafundinum kom fram eindregin ósk um að standa vörð um velferð. Fjárhagsáætlun 2011 ber þess vitni að eftir því var farið eins og kostur var. Fjárframlög til málaflokksins aukast milli ára í samræmi við aukna þörf á aðstoð og þjónustu á því sviði á meðan um talsverða hagræðingu er að ræða á flestum öðrum sviðum. Íbúar létu jafnframt í ljós óskir um að ekki yrði hagrætt í skólamálum eða dagvistarmálum barna. Reynt var að koma til móts við þá óskir eins og frekast var unnt. Til marks um það hækkar útgjöld til málaflokksins um 2% á milli ára án tilliti til verðlagsbreytinga. Veruleg hagræðingarkrafa hefur verið gerð á yfirstjórn sveitarfélagsins, sem og stjórnunardeildir stofnana. Starfsfólk Mosfellsbæjar tekur að sér aukinn fjölda verkefna og lagt hefur verið áhersla á enn frekara samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná sem mestri hagræðingu.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur