Viðskipti innlent

Kærir málið til ríkissaksóknara

Sex sjóðsfélagar í Gildi vilja láta rannsaka starfsemi hans fyrir hrun.  Fréttablaðið/anton
Sex sjóðsfélagar í Gildi vilja láta rannsaka starfsemi hans fyrir hrun. Fréttablaðið/anton

Jóhann Páll Símonarson og fimm aðrir sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum Gildi hafa kært þá ákvörðun sett saksóknara efnahagsbrota til ríkissaksóknara að hætta við rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna lífeyrissjóðsins í aðdraganda bankahrunsins.

Lífeyrissjóðurinn tapaði sextíu milljörðum króna árið 2008 og var tryggingafræðileg staða hans neikvæð um 11,6 prósent.

Jóhann Páll óskaði eftir því við saksóknara seint í september að starfsemi lífeyrissjóðsins yrði rannsökuð. „Ég var ekki að ásaka neinn heldur aðeins biðja um rannsókn,“ segir hann. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×