Viðskipti innlent

Formsatriði tefja endurskipulagningu Icelandair

Ekki hefur enn tekist að ganga frá formsatriðum við endurskipulagningu Icelandair og tefst endurskipulagingin því fram að janúarlokum á næsta ári.

Í tilkynningu segir að þann 21. október sl. tilkynnti Icelandair Group hf. að lokasamningar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar hefðu verið undirritaðar þann dag.

Einn þáttur endurskipulagningarinnar var sala á tilteknum eignum sem ekki eru hluti af kjarnastarfsemi félagsins. Í tilkynningunni kom fram að hefðbundnir fyrirvarar um og frágang formsatriða í tengslum við söluna væru í kaupsamningum vegna þeirra eigna, svo sem samþykki opinberra aðila, eftir því sem við á.

Gert var ráð fyrir að öll þau formsatriði yrðu frágengin í gær, 15. desember. Nú er hinsvegar ljóst að það mun taka lengri tíma og er nú gert ráð fyrir að það klárist fyrir lok janúar 2011.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×