Fleiri fréttir

Skilanefndir hafa kostað FME rúmlega 300 milljónir

Skilanefndir bankanna hafa kostað Fjármálaeftirlitið (FME) 318,9 milljónir kr. frá falli bankanna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins.

Hrun innflutnings skýrir afganginn á vöruskiptum

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur innflutningur til landsins minnkað um 43% á föstu gengi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta hrun í innflutningnum skýrir að stórum hluta mikinn afgang í vöruskiptum við útlönd.

Kröfuhafar bjartsýnir á horfur hér á landi

Erlendir kröfuhafar gamla Kaupþings hafa samþykkt að taka 87 prósenta hlut í Arion banka og mun íslenska ríkið eiga þau þrettán prósent sem út af standa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaðan verður kynnt í dag.

Björgólfur: Erfiðasta ár í sögu flugsins

Tap Icelandair Group á fyrstu níu mánuðum ársins eftir skatta nemur 1 milljarði króna, en hagnaðurinn var 3,1 milljarður króna á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem birtur er á vef Kauphallarinnar. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var hins vegar 4,0 milljarðar króna en hagnaður var 4,4 milljarðar

Heildarviðskipti í Kauphöllinni tæpir 15 milljarðar

Úrvalsvísitalan (OMX16) hækkaði lítillega í dag eða um 0,21 prósent og stendur nú í 778,73 stigum. Heildarviðskipti í kauphöllinni í dag voru tæpir fimmtán milljarðar. Þar af var verslað með skuldabréf fyrir fjórtán og hálfan milljarð.

Rafholt þjónustuaðili á Reykjanesi

Fyrirtækið Míla ehf., sem rekur fjarskiptanet allra landsmanna, hefur ákveðið að gera breytingar á starfsemi fyrirtækisins á Reykjanesi. Breytingarnar felast í því að samið hefur verið Rafholt ehf. um að vera þjónustuaðili á svæðinu.

Íbúða- og ríkisbréf seld fyrir rúma fjóra milljarða

Sala á íbúðabréfum og ríkisbréfum fór fram hjá Lánamálum ríkisins klukkan tíu í dag. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust bjóðendum á sama verði og ákvarðaði lægsta samþykkta verð söluverð. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Framkvæmdir hefjast við vatnsverksmiðjuna á Rifi

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hefur samþykkt teikningar að sjö þúsund fermetra vatnsátöppunarverksmiðju Iceland Glacier Products á Rifi á Snæfellsnesi. Fyrirtækið, sem er í eigu hollenska athafnamannsins Otto Spork, framleiðir átappað vatn á flöskum undir merkjum Iceland Glacier Water.

Vilja kaupa lóðir Milestone í Tyrklandi

Áhugasamir kaupendur eru komnir að lóðum í Tyrklandi sem fyrirtæki í eigu Milestone á hlut í. Verðmæti lóðanna hleypur á hundruðum milljóna króna.

Bankar eiga ekki að hugsa eins og Samkeppniseftirlitið

Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Bankasýslu ríkisins, segir það ekki vera verkefni banka að hugsa eins Samkeppniseftirlitið og ákveða hvort fyrirtækjum sé skipt upp eða ekki. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Dekabank undirbýr málsókn gegn íslenska ríkinu

Þýski bankinn Dekabank undirbýr nú málssókn á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna en með þeim urðu innstæður að forgangskröfum. Lögfræðingar á vegum bankans, segja tilhugsunina að fara í mál gegn ríki skelfilega þar sem það gæti opnað fyrir aðrar lögsóknir sem væru miklu hærri en þeir fimm milljarðar dollarar sem Ísland skuldar nú þegar Bretlandi og Hollandi.

Lítið eftir af símapeningunum

Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári.

Stjórnarformaður OR: Fullyrðingar um milljarða tap rangar

Það mat sem lagt er á viðskipti með hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku í árshlutauppgjöri OR er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Fullyrðingar um margra milljarða króna væntanlegt tap OR af viðskiptunum eru rangar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðlaugi G. Sverrissyni, stjórnarformanni OR.

Síminn kærir auglýsingar Vodafone

Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að kæra auglýsingar Vodafone þar sem því er haldið fram að viðskiptavinir geti lækkað símreikning með því að koma í viðskipti hjá Vodafone.

Síminn tók verðauglýsingu úr umferð

Síminn ákvað í gær að taka úr umferð útvarpsauglýsingu sem byggir á reiknivél Póst og fjarskiptastofnunar. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sagði frá því á miðvikudaginn að ódýrast væri að vera í áskrift hjá Símanum og byggði fréttina á reiknivél Póst og fjarskiptastofnunar. Síminn auglýsti svo í útvarpi og byggði auglýsinguna á sömu tölum og komu fram í fréttinni.

Gros kostar um fimm milljónir

Seðlabankinn greiðir þann umframkostnað sem hlýst af því að útlendingurinn Daniel Gros situr í bankaráði bankans. Nemur kostnaðurinn um fimm milljónum króna á ári og hlýst af ferðalögum, þýðingum skjala og túlkun á fundum.

Hlutafjárútboði Marel lokið

Stjórn Marel Food Systems hf. (Marel) ákvað að taka tilboðum að upphæð 7 milljarðar króna, sem jafngildir 38 milljónum evra, eftir velheppnað hlutafjárútboð á meðal fagfjárfesta sem lauk í dag samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Yfirlýsing frá útibússtjóra Byrs vegna Exeter

Auður Arna Eiríksdóttir, útibússtjóri Byrs í Borgartúni vill koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu vegna fréttaflutnings síðastliðna daga í tengslum við skoðun á lánveitingum Byrs til Exeter Holdings og tengdum viðskiptagjörningum:

Century Aluminum lækkaði mest í dag

Century Aluminum Company lækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöllinni í dag, eða um 2,67%. Viðskipti með bréf í félaginu námu um 3,7 milljónum. Marel lækkaði um 2,09og Össur lækkaði um 1,87%. Krónan hækkaði um 0,2%.

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð rýkur upp

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð hefur rokið upp í dag eins og raunar hjá mörgum öðrum þjóðum. Það stendur nú í 427 punktum samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og hefur ekki verið hærra síðan í haust.

Orkuveitan ætlar að framkvæma fyrir 18 milljarða

Orkuveita Reykjavíkur mun standa að framkvæmdum fyrir 18 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun fyrirtækisins. Fjárhagsáæltunin var samþykkt á fundi stjórnar OR í dag.

Spölur tapaði 129 milljónum á rekstrarárinu

Tap Spalar ehf eftir skatta fyrir rekstarárið 1. október 2008 til 30. september 2009 nam kr. 129 milljónum kr. en tap á tímabilinu 1. október 2007 til 30. september 2008 nam 220 milljónum kr.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur rannsókn á kæru Hafnarfjarðar

Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega rannsókn á kæru Hafnarfjarðarkaupstaðar til stofnunarinnar vegna opinbers fjárstuðnings Reykjavíkurhafnar (nú Faxaflóahafnir) við rekstur Stáltaks hf.

Krafa um að bankar setji ólífvænleg fyrirtæki í þrot

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að ekki eigi að halda rekstri ólífvænlegra fyrirtækja gangandi í virkri samkeppni við rekstrarhæf fyrirtæki. Slík fyrirtæki þyrfti að selja hið fyrsta eða þá að bankarnir myndu virða þau lögmál viðskiptalífsins að ólífvænleg fyrirtæki fari í þrot.

Greining: Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar áfram

Greining Íslandsbanka segir að gera megi ráð fyrir því að gjaldþrotum fyrirtækja muni halda áfram að fjölga á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallar er um upplýsingar sem Hagstofan birti í morgun um gjaldþrot fyrirtækja.

Hrein erlend staða þjóðarbúsins ekki verið betri í 8 ár

Séu gömlu bankarnir undanskildir var hrein erlenda staðan þjóðarbúsins aðeins neikvæð um 524 milljarða kr. í septemberlok. Á þann mælikvarða hefur hrein erlend staða ekki verið jafn góð síðan á 1. fjórðungi ársins 2001.

Seðlabankinn fagnar ekki kostnaði vegna Daniel Gros

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að kostnaður vegna setu Daniel Gros nemi fimm milljónum kr, ári. Seðlabankinn þarf að bera þennan kostnað og mun ekki hafa tekið því fagnandi. „Þetta er þó ekki stærsta fjármálaáfallið sem Seðlabankinn hefur orðið fyrir," segir Gylfi.

Hagnaður Reykjanesbæjar orðinn yfir 8 milljarðar í ár

Samkvæmt í 10 mánaða árshlutauppgjöri endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar 2009 sem lagt var fram í bæjarráði í gær kemur fram rúmlega 8 milljarða kr. hagnaður.

TM Software þróar lausn fyrir breska ferðaskrifstofu

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur þróað lausn í samstarfi við vefhönnunarfyrirtækið VYRE Ltd. fyrir bresku ferðaskrifstofuna Inghams sem er leiðandi í skíða- og fjallaferðum til Evrópu og Norður-Ameríku.

Fyrirtæki bankanna á hlutabréfamarkað

Sátt gæti skapast um eignarhald fyrirtækja sem ríkisbankarnir hafa tekið yfir með því að skrá þau á markað og gefa almenningi og fagfjárfestum kost á að kaupa hlutabréf þeirra í stað þess að setja þau í söluferli. Að sama skapi kann skráning fyrirtækja að hleypa nýju lífi í laskaðan hlutabréfamarkað.

KPMG aðstoðar Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur fengið endurskoðunarfyrirtækið KPMG til liðs við sig til þess að ljúka við fjárhagslega endurskipulagningu Ingvars Helgasonar ehf., að því er fram kemur í tilkynningu bankans, sem er stærsti lánveitandi umboðsins.

Losnuðu undan 80 milljón króna skuld

Auður Arna Eiríksdóttir, útibússtjóri Byrs, sem var meðal upprunalegra eigenda stofnfjárbréfanna í Byr sem félagið Exeter keypti, millifærði sjálf af reikningi þess í tengslum við viðskiptin. Hún og barnsfaðir hennar losnuðu undan 80 milljóna skuld hjá MP banka með viðskiptunum.

Tíðindalítið úr Kauphöllinni

Marel hækkaði um 0,65% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni sem námu um 29 milljónum króna. Marel var eina fyrirtækið sem hækkaði. Það var jafnframt bara eitt fyrirtæki sem lækkaði en það var Føroya Banki sem lækkaði um 0,75%. Krónan stóð nánast í stað, hækkaði um 0,14%.

66 gráður Norður í útrás

Fataverslunin 66 gráður Norður hyggst opna verslun í Osló, Noregi á næsta laugardag. Þetta er fyrsta verslun fatabúðarinnar í Noregi en vörur undir merki fataframleiðandans fást nú í yfir 300 verslunum í alls 16 löndum.

Sjá næstu 50 fréttir